Á VIT HINS ÓKUNNUGA

Endalaust, endalaust kyngdi niður snjónum. Hvít og saklaus snjókornin svifu til jarðar. En voru þau eins saklaus og þau litu út fyrir að vera? Ekkert var eins og það leit út fyrir að vera. Voru þau ekki sek um að gera henni erfiðara fyrir? Eða voru þau kanski fórnarlömb einhvers annars? Allavegna kyngdi þeim niður og hún hélt áfram að klofa snjóskaflana sem á vegi hennar urðu. Þeir ætluðu víst aldrei að enda. Alveg eins og þessi kaldi, dimmi vetur sem hafði verið svo hrikalega langur. Hún hafði reynt að berjast í gegnum hann, en baráttan var orðin svo löng og allt of erfið. Hún gat ekki meir. Hún gat ekki lengur barist við myrkrið ógurlega. Þetta var barátta sem hún gæti aldrei unnið alein.
Örvæntingafull og uppgefin hljóp hún á vit hins ókunnuga. Hvað annað gat hún gert? Allt virtist svo tilgangslaust og einskisvirði. Það var ekki Palli sem var einn í heiminum. Það var hún. Alein, í þessum grimma og kalda heimi. Alein, villt einhversstaðar í vetrinum. Og hún rataði ekki rétta leið. Hún hafði villst svo í myrkrinu. Það var ómögulegt að hún gæti ratað hjálparlaust rétta leið. Og ekki var neinn sem vildi hjálpa henni. Hún var alein. Hún og myrkrið. Af því að hún var ósýnileg. Hún var orðin hluti af myrkrinu og þögninni. Og það var engin von eftir. Hún hafði verið yfirgefin af öllum eða hrint öllum frá sér af því að hún hafði verið særð. Þessvegna var best að hleypa engum nálægt sér. Best að geyma sín leindarmál. Best að fela sig í myrkrinu og leyfa þögninni einni að hlusta á grátinn. En innst inni vissi hún að þetta var rangt. Innst inni vissi hún hvað var rétt, en hún gat bara ekki náð því fram. Og það var enginn sem vildi hljálpa henni, enginn heyrði neyðarópin. Það var enginn sem hlustaði. En hún hafði óskað þess svo oft. Hún hafði þráð það svo lengi. Nú gat hún ekki verið lengur ein í myrkrinu.
Þessvegna hljóp hún og hljóp, grátandi og tárin frusu á vanganum. Í gegnum myrkrið og snjóinn. Hún hljóp án þess að vita hvert. Það skipti engu máli hvort sem var.
Hún stoppaði. Það var hætt að snjóa. Nú sá hún í stjörnubjartann himininn og kalt tunglsljósið skein á hana þar sem hún stóð í snjónum. Ekkert heyrðist, nema þögnin. Það var alltaf þögnin. Og snjórinn, eins langt og augað eygði. Hún var svo þreytt. Svo þreytt á að hlaupa, á að flýja og heyra ekkert nema þögnina. Skyndilega rauf sárt óp hennar þögnina. Hún féll niðrí kaldann snjóin. Hún grét, svo hátt, en enginn heyrði það. Enginn hafði heyrt þegar hún kallaði á hjálp. Hún grét afþví að hún hafði gefið sig tálsýnunum fullkomlega á vald, yfir öllum mistökunum og öllu óréttlætinu. Hún grét afþví að hún var einmana, afþví að það var öllum sama. Og afþví að hún hafði tapað í baráttunni við myrkrið og afþví að nú mundi vorið aldrei koma. Hún grét sig til dauða, alveg eins og hún hafði grátið sig í svefn svo oft. Hana fennti í kaf, hún varð undir snjónum, alveg eins og hún hafði orðið undir í sinni stuttu lífsbaráttu. Og það var enginn sem grét þegar líkið fannst.

mks