Þetta rafmagnsleysi var ekki bilun í tækjabúnaði orkuveitunar. Neheeei… þvert á móti. Þetta voru afleiðingar skemmdarverka sem unnin voru á rafmagnsveituna. Allt góðæri í landinu var horfið og ekkert annað blasti við en atvinnuleysi og þjáning. Þessir reiðu menn voru tilbúnir að gera árás á hvern þann sem stóð í vegi fyrir þeim en þeir höfðu allir misst vinnuna þegar verksmiðju var lokað vegna gjaldþrots. Þeir voru staurblankir og höfðu engu að tapa. Jú, kannski þeir sem giftir voru og þeir sem áttu börn, en hinir ætluðu ekki að þjást það sem eftir var ævi þeirra.
Amma gamla horfði dauðhrædd á ungu mennina, illa leikna, eftir slagsmál við lögreglu eða innbyrðis. Þeir voru nú á leið til austurvallar þar sem átti að mótmæla harðlega ríkisstjórninni og gera smá uppþot! Amma var nú byrjuð að hugsa um þann möguleika að Gaui litli, englabossinn sinn, hefði kannski lent í útistöðum við þessa illu menn. Hún reyndi að víkja þeirri hugsun til hliðar og einbeita sér að leitinni.
maður að nafni Mangi var í þessari manna fylkingu. hann var góður maður og hafði lifað ágætu lífi meðan hann vann í verksmiðjunni. Nú var gjörvallt líf hans breytt og var hann í miklum reiðiham. Hann var mjög ungur á þessum árum og var meðal þeirra yngstu í vinnunni. Hann hafði verið að læra læknisfræði og eðlisfræði við frægan háskóla, en nú varð hann að falla út úr því vegna peningaleysis. Það var megin ástæða þess að hann var illur nú, en hann hafði ætlað sér að verða virtur vísndamaður, enda hafði hann alla hæfileika til þess.
Mangi hljóp í burtu þegar augu hans fylltust af tárum, en því miður sá hann ekki neitt og reikaði eitthvað, án þess að vita hvert stefndi. “LÖGREGLUFÍFL!!!” öskraði hann þegar hann var kominn í burtu frá óeirðunum. Þessi sömu fífl höfðu kastað táragasi í óreiðuna til að tvístra henni og gekk það að óskum þeirra. Mangi, sem hafði verið mjög nálægt sprengjunni þegar hún sprakk, gekk blint áfram og var kominn út á hálann ís. Hann hafði nógu mikinn heila til að fatta hvar hann var staddur. án þess að sjá neitt, gekk hann áfram uns hann rakst á eitthvað stórt. Eitthvað sem var í laginu eins og steinn, eitthvað sem var frosið í hel. Hvað er þetta hugsaði Mangi? en andartaki seinna, steyptist hann áfram og lenti með höfuðið í þessu fyrirbæri með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Tjörnin hafði gleypt hann.