Forvitni
ég ætla að skrifa sögu niður semég skrifaði í 10 bekk. hún heitir forvitni. ég þurfit að skrifa hana þetta var skilduverkefni. :)
Forvitni
Þetta var 13.nóv árið 632.849.385. í landinu Strigaskór. Stelpa, sem heitir Lovísa bjó í þessu landi í borg sem heitir tyggjóbréf.
Lovísa var rosalega forvitin. Hún var svo forvitin að það mátti enginn vera að hvíslast á einhverju leyndarmáli, í öllu landinu, þá var hún komin. Alltaf, þegar fólk var að hvíslast á einhverju, þá stækkuðu eyrun á Lovísu, stundum voru þau það stór að hún gat flogið á þeim. Allir vissu hver Lovísa var, því að það var ekki hægt að hvíslast á leyndarmálum lengu, þá var hún mætt á svæðið.
Einn dag var lítill drengur, sem féll af 1000 hæða háu húsi. Enginn vissi hvað átti að gera, litli drengurinn datt og datt, hann var kominn á 960. hæð. Skyndilega kom Lovísa, hún hafði tekið eftir því að þarna hefði margt fólk komið saman, og langaði til þess að vita hvað væri að ske.
Lovísu var sagt frá því að litli drengurinn hefði dottið niður af 1000 hæða háu húsi. Og að núna væri hann kominn á 826.hæð. Lovísa stakk uppá því að allir færu að hvíslast á einhver leyndarmál, ´því að þá myndu eyrun á henni stækka. Allir fóru að hvíslast á leyndarmálum og brátt fóru eyrun á Lovísu að stækka.
Nú var drengurinn kominn á 645. hæð, og eyrun á Lovísu orðin það stór að hún gat farið að fljúga á þeim. Lovísa nennti bara alls ekki að fljúga alla leiðina upp, svo hún lyftuna upp á 458. hæð, opnaði glugga og stakk höndunum út. Eftir smá bið, lenti litli drengurinn í fanginu á Lovísu og hún flaug með hann niður til fólksins.
Lovísu var fagnað sem hetju og 13.nóvember var uppfrá því haldinn hátíðlega sem eyrnastóri dagurinn :)