Ég horfi ekki á plakötin sem ég þó feltti einu af öðru í plakat-rekkanum. Í rifunnni milli hvítra rammanna veiti ég nefnilega eftirtekt gráhærðri konu sem ég sé í gegnum dyr þar sem hún situr í heimilislegu bakherbergi og sötrar kaffi úr sjúskuðum bolla.
Hún var kannski ekkert tiltakanlega gömul en þó greinilega komin yfir sitt besta skeið. Hún talaði frekar skrækri, leiðbeinandi frænku röddu við ósýnilegar persónur sem földust handan veggjarins.
Ég fletti og fletti en hafði þó ekki augun af konunni.
,,Þú ferð ekkert að að baka núna…“ segir hún frekar áréttandi en undrandi.
Ólýsanlega gömul rödd svara, sönglandi hásum kvennarómi. Sjónvarpsmengað ímyndunarafl mitt sýndi mér konu sem hafði verið grafin 7 árum fyrr en ákveðið að kíkja í heimsókn í dag.
,,Ég hef nú alltaf bakað.” maldar forneskjuleg röddin í móinn.
,,Þú ferð ekkert að gera eitthvað sem þú getur ekki, þú hlýtur að skilja það.“ segir gráhærða dyrakonan.
,,Ég hef nú bakað fyrir hver einustu jól…” segir eldgömul röddin með vott af gráti í kverkunum, með hryllingi sé ég fyrir mér mold hrynja úr hálfopnum munninum og tár skjótast fram í tómum augntóftum.
,,Þú veist að þú getur það ekki, mamma mín.“ segir gráhærða konan við röddina sem var greinilega móðir hennar fyrir einhver furðuleg mistök örlagana.
,,Ég bakaði í fyrra…” segir móðurin.
,,Já það gerðiru. Þú hefur bakað svo mikið fyrir jólin undanfarin jól að við höfum þurft að henda megninu af því.“ segir dyrakonan.
,, Ég get nú ábyggilega gefið Siggu eitthvað, og Arnór minn hefur nú ekki slegið hendinni við kökubita síðast þegar ég vissi.” segir móðurin vongóð.
,,Arnór er í Ameríku ,mamma… þau vilja ekki fá kökur hjá þér núna, þú verður slappa af um jólin.“ segir konan við mömmu sína.
,,Ég geri ekker svo mikið hvort sem er.” segir mamman.
,,Nógu mikið samt. Mamma, hingað til hefur alltaf einhver getað hjálpað þér, eitthvert okkar systkininna eða fjölskyldan hans Dodda eða einhver, en við getum það ekki í ár, í ár eru allir svo uppteknir.“ segir gráhærð dóttirin við móður sína.
Röddin er orðin en hásari:,,Ég er nú ekkert smábarn, ég get án efa dundað mér við það í einrúmi að gera eina eða tvær tegundir.”
,,Nei mamma mín, þú ert ekkert smábarn. Þú ert bara orðin engin manneskja í svona lagað. Þú munt reyna og svo mistekst þér og þá verðuru voðalega leið.“ segir dóttirin og var ekki laust við að hún væri sjálf orðin leið á samtalinu.
,,Gigtin er hvorki verri né betri í ár, ég sé ekki afhverju að hún sé eitthvað vandamál” segir hás röddin.
,,Enda hjálpaði Arnór þér í fyrra.“ segir konan.
,,Jórun mín, ef þú ert að tala um sykursýkina þá skal ég bara láta þig vita það að ég hef haft hana síðan árið 1983 og hef ég ekki látið hana stöðva mig. Ég sleppi bara að láta rjóma á kökurnar og þetta hefur vanalega reddast.” Segir hún aum.
,,Mamma, ég hef engar áhyggjur af sykursýkinni. Þú vilt bara baka útaf því þú hefur alltaf bakað fyrir jólin.“ segir dóttirin.
,,Ég ætla að baka.”
,,Og þú munt sjá að þér tekst það ekki og verða leið. Ekki standa í þessu veseni mamma mín.“
…
Ég er búin að fletta öllum plakötunum en stend samt kyrr og hlusta á þögnina. Eftir augnblik tekur gráhærða dótturin aftur til máls;
,,Skrýtið, það er föstudagur í dag og dönsku blöðin eru ekki ennþá komin.”
,,Fossinnum hefur seinkað, þeir sigla stundum ekki frá Kaupmannahöfn fyrr en á Miðvikudegi.“ segir mamman.
Augnbliksþögn, dótturinn tekur óákveðin til máls;
,,Þeir senda þetta núorðið með flugvélum mamma.”
,,Nú er það…“ svara mamman áhugalaus.
Mér bregður við þegar ég heyri allt í einu miðaldra, nefmælta karlmannsrödd taka til máls;
,,Ég man nú eftir því þegar Gullfossinn og… já Drottningin sigldu. Maður var nú bara pjakkur þá, ætli það sé ekki orðin ein fjörtíu ár síðan.”
,,Ég man eftir því þegar ég var ung þá fór maður nú stundum niður á bryggju og horfði á einhvern Fossanna leggja að landi. Það var svo fínt fólkið, hehe.“ segir móðirin.
…
,,Afsakið, get ég hjálpað þér?” spyr myndarleg afgreiðslustúlka með hárið bundið í hnút aftur fyrir hnakka og gleraug, svona um tvítugt. Ég sé það strax á svipnum að hún er augljóslega dóttir dóttirinnar.
,,Aaaa, já… Ég var þarna að leita að plakkati“ segir ég og þegi. Það segir sig sjálft hugsa ég með mér enda bíður hún, ,,…af Einstein.”
,,Já.“ segir afgreiðslustúlkan. ,,Við eigum nokkur slík, líst þér ekki á þessa?”
Ég horfi á síðasta plakatið sem ég hafði flettað og held utan um. Það var Einstein.
,,Við eigum nefnilega til þrjár týpur…“ segir hún.
,,Nei, ég er að leita að einstein þar sem hann ullar ákaflega vinarlega framan í heimin” segi ég bosandi.
,,Já, það á að vera hérna einhverstaðar.“ Hún flettir. ,,Nei veistu ég finn það bara ekki, ætli að það sé ekki búið. En það kemur önnur sending í næstu viku ef þú vilt athuga þá.”
,,já, ég geri það“ svar ég og flýti mér út í undarlegu skapi.
-
Gamli uppvakningurinn í Myndabúðinni hafði kveikt í mér furðulega tilfinningar. Hræðslu.
Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég héldi ekki jólin heima hjá mömmu og pabba en hingað til hafði líðandi stund og amstur dagsins, jólastress samborgarana, náð að fyrirfara þeim möguleika að ég sykki of djúpt í tilhugsunina. Ég hafði ekki leyft minningunum að koma upp á yfirborðið, ég vissi ekki hvað slíkt hefði í för með sér.
En fyrir framan plakatrekkan hafði ég öðlast aðra sýn á tilveruna, og það ekki góða sýn. Hvað lífið er hverfult og lítils virði. Já, tilgangslaust. Ég hafði orðið hræddur við heimþránna, þrá eftir veröld sem væri ekki lengur til. Konan vildi ekki hætta að baka, en eflaust fengi hún aldrei að gera það aftur, ég vildi heim að upplifa jólin. En ég er fluttur að heiman. Og mamma og pabbi búin að selja gamla húsið okkar. Ég þrái það sem ekki er til.
Mér er skapi næst að sleppa að fara í búðina. Losna við þessar óþægilegu hugsanir. En ég fer nú samt inn.
-
Inni er ys og þys og greinilegt að jólatraffíkin færi vaxandi. Ég þurfti að bíða í röð upp að afgreiðsluborðinu. Lengi. Þegar ég kom upp að afgreiðsluborðinu spyr ég ókunnuga konu hvort að Ullandi Eisntein plakötin væru til. Stutt svar; nei.
Ég lalla í burtu, út.
,,Heyrðu, bíddu!” ég lít við og sé dóttur dótturnar kalla og rölta til mín, ,,varst það ekki þú sem spurðir um Ullandi Einstein?“ spyr hún og brosir.
,,Jú, reyndar…” svara ég.
,,Já, ég mundi eftir því, þegar við fengum sendinguna og seldist upp þá tók ég frá fyrir þig eitt plakat. Það er hérna fram á lager.“ segir hún og röltir inn í bakherbergið og ég elti. Hún fer að gramsa upp í hillu. Ég lít í kringum mig, á borðið sem gamalmennin höfðu setið við viku fyrr en var tómt nú.
,,Já, hérna er það.” segir hún og réttir mér. Þegir svo sma´stund og fer einvherra hluta ekki í burtu.
Tekur síðan upp machintosh dollu af borðinu og réttir að mér; ,,má ekki bjóða þér smáköku?, amma mín bakaði þær."