Fólkið sem ég skapaði skilur mig ekki. Það virðir mig ekki, hlær að mér og spottar mig en trúir samt á mig. Ég get sagt það með fullvissu að ég á aldrei eftir að skilja sköpun mína. Ég reyni að gera allt sem ég get, hjálpa því og láta það trúa en það er bara svo erfitt þegar að ég er bara einn og þau eru 6 milljarðar. Og af því að ég get ekki hjálpað þeim öllum þá hætta þau að trúa á mig smám saman þar til að fólk er búið að gleyma mér. Í rauninni þá eru þau búin að gleyma mér. Þau eru búin að finna upp alls konar aðra guði og trúir. Verst finnst mér samt að þau bæta líku allskonar við trúna sína sem átti ekkert að vera eins og jólin. Ég hef aldrei átt son! Ég hef verið getulaus frá upphafi! Og þó að ég hafi átt son þá hefði ég aldrei skrifað bók um hann. Síðan segir fólkið að ég hafi gert hluti eins og valdið flóði en bara sagt Nóa frá því. Það er auðvitað algjörlega tilgangslaust. Og ef hann hefði tekið tvö dýr af hverri tegund með sér þá hljóta þau að þurfa að fjölga sér með systkinum sínum. Og við verðum að viðurkenna að það er frekar ógeðslegt. Það eina sem ég vildi var að búa til verur á jörðinni og fylgjast síðan með þeim. En síðan fór þetta allt úr böndunum og núna er þetta full vinna að stjórna þeim. Ég hef ekki einu sinni tíma fyrir hinar pláneturnar. Ég þurfti að ráða annað fólk í að sjá um þær. En svona er þetta þegar að maður fær sér tómstundargaman. Það verður að fullri vinnu með yfirvinnu og eftirvinnu og engu kaupi.
(Vinsamlegast athugið það að höfundur hefur ekki ætlað þessa sögu sem óvirðingu við Drottinn eða aðra guði og þeir skuli ekki taka þessa sögu nærri sér. Ennfremur vill höfundur benda á að hann trúi ekki á svona hluti og því er hann óhræddur við að Guð refsi sér.)