fílupokar
“FARÐU AÐ LÆRA!” heyrist kallað innan úr eldhúsi.Það er mamma, hún er svo stressuð út af þessu prófi. Ég er búin að vera veik alla vikuna og misst af öllu skemmtilega í skólanum, eins og t.d. að fara á minjasafnið og föndra og svoleiðis!og þar á meðal er eitt próf, fyrirgefðu sagði ég eitt? Þetta eru reyndar 4 próf saman runnin í eitt!Ég fer í skólann á mánudaginn, þá ættlum við að skreyta stofuna, en þetta verður ekki skemtilegur dagur fyrir mig því að ég þarf að sitja eftir og taka prófin! “ÉG ER AÐ FARA AÐ KLÆÐA MIG!” öskra eg af alefli til baka á móður mína. Ég strunsa inn í herbergið mitt og læsi hurðinni. Af hverju þarf alltaf allt að vera svona ömurlega leiðinlegt? Til hvers er heimurinn eins og hann er, af hverju fæðumst við ekki með gáfur? Ég fleygi mér á rúmið sem að stendur við eitt hornherbergisins, og hugsa, hugsa um allt, hugsa um það af hverju afi dó, afhverju fannst lyfið ekki fyrr? Ég hugsa út í allt og alla, tilgang heimsins, meira að segja tilgang minn í honum! Allt í einu er bankað á huðina. “Aldís, farðu að læra!” segir mamma hastri röddu í gegnum hurðina.Ohh típíst, hugsa ég með mér. Reyndar er ég búin að hugsa alveg óvenju mikið þennann mánuð!hmmm……óvenjulegt, segi ég með sjálfri mér og yppi öxlum. Ég drattast fram úr rúminu með miklum erfiðleikum og geng að fataskápnum.”MAMMA!!!” kalla ég svo hátt að littla stelpan niðri myndi alveg pottþétt vakna ef hún væri sofandi! Reyndar koma oft þannig tilvik fyrir, en..!? That’s just life! Mamma kemur á þeysispani og spyr hvað í óisköpunum sé að, hún hafi heyrt þetta rosa neyðaróp frá mér. “Mamma? Veistu nokkuð um hvítu peysuna mína með opnu ermunum?” segi ég með englabros á vör. “hún er í þvotti, fyndu þér eitthvað annað!” kallar mamma um leið og hún hleypur inn í forstofu til að svara þeim sem stendur fyrir framan hurðina.”Ég ríf niður bláu peysunamína og þröngu flottu beislituðu buxurnar sem ég fékk í jólagjöf. hendi mér í það, og hugsa ekki um að renna upp peysunni fyrr en ég fatta að ég var ekki í neinu innan undir! Ég labba inní eldhús og svipast eftir bókunum mínum. “Mamma hvar eru bækurnar mínar?” mamma kemur á þeysispani með fullann bala af hreynum þvotti, “inní stofu” segir hún og bætir svo við að ég og pabbi minn verðum að fara að læra að ganga frá hlutunum og tekur upp úlpunamína og hendir henni inn í forstofu. Þarna liggur taskan, alveg gjörsamlega á leiðinni að rotna, bara líkt því sem ég hafði verið að gera síðustu daga! Liggja upp í rúmi og rotna. Ég sest við eldhúsborðið og birja að læra. “Hefur þú einhverja matarlyst elskan?” spyr mamma mig alveg gjörsamlega upp úr þurru. “Ég ættla að fá mér pilsu villt þú?” hvað kom eiginlega fyrir hana? Fyrst var hún alveg gjörsamlega klikkuð og núna alveg rosalega góð að bjóða mér pilsu!?”nei takk ég er ekkert svöng!” pabbi kemur inní eldhús og að venju birjar hann á því að opna ísskápinn. “Sjóddu eina handa mér Affý” segir hann og klappar á bumbuna á sér til merkis um það að hann sé svangur. Hann kveikir sér í sígó og sest við borðið hjá mér. Ég lít upp úr bókini, “æi mamma, ég skal alveg borða eina pilsu ég er svolítið svöng!” hvað var þetta? Ég er ekkert svöng, æi það gerir mér bara gott, ég er ekki búin að borða svo mikið þessa vikuna!”Neeeeeeeeeeiii Aldís, þú heldur bara áfram að læra og ekkert með það!” segir pabbi alveg ógeðslega súr í framann! “NEI MAMMA VAR AÐ BJÓÐA MÉR PILSU! WHAT’S UP IN YOUR AS?”ég gjörsamlega hræki orðunum á pabba. “já það er svo gott ef að hún fer að fá matarlistina aftur” segir mamma alveg rosalega yfirveguð við pabba á meðan að ég og pabbi öskrum af alefli á hvort annað. “alveg hræðilegur þessi maður, hann getur svo sjaldan talað við mann án þess að ÖSKRA!” segi ég við mömmu. Pabbi reynir að leiðrétta það og allt virðist vera aftur eðlilegt. Mamma kemur með pilsuna mína áborðið til mín, pabbi og mamma standa bæði við eldhúsbekkinn og eru að reyna að hitta steiktalauknum ofan í pilsubrauðin. “Er hægt að rétta mér pilsubrauð?” spyr ég, mjög róleg og allt. “NEI ÞÚ GETUR ALVEG KOMIÐ HINGAÐ OG GERT ÞAÐ SJÁLF EINS OG VIÐ!” hrækir pabbi út úr sér, en mamma réttir mér bara pilsubrauð, alveg rosalega yfirveguð eins og alltaf! (eða næstum því alltaf! Stundum verður hún alveg rosalega-band-sjóð-bullandi-hoppandi-kanínurassgatsóð!) “SORRY EN ÉG HÉLT AÐ ÞIÐ GÆTUÐ ÞAÐ ÞAR SEM AÐ ÞIÐ STANDIÐ VIÐ BEKKINN!” öskra ég til baka, ég geri aðra tilraun og set englabrosið mitt á varirnar og spyr mjög blíðri röddu “er hægt að rétta mér tómatsósuna?” þetta hljómaði mjög vel! “NEI SÓTTU HANA SJÁLF!” öskrar pabbi. Ég ríf mig á fætur og strunsa að bekknum treð tómatsósu, steiktum, kokteilsósunni og pilsuni ofan í brauðið og segist ættla að borða inní herberginu mínu, á leiðinni kalla ég að pabbi sé bara bilaður á geði og hann sé bara með risastórann fjárhirðastaf upp í rassgatinu á sér! Ég sest niður í stólinn minn og ét pilsuna mína í flíti og skíst inn í eldhús. Pabbi kemur inn og ég reyni að útskýra það að það sé mjög pirrandi að hann sé alltaf með kústskaft upp í rassgatinu á sér, og hann sé alltaf svona leiðinlegur og stjórnsamur. En gengur það? Neeeeeeeeeeeeeeeeii! Auðvitað sturlast hann og við hefjum eitt af okkar heimsfrægu rifrildum. Nokkrum klukkutímum hringir síminn. “Halló?” hræki ég í tólið, ennþá í fílu út í pabba. “Hæ sætust!” pottþétt kata! “Hæ sexy!” segi ég á móti, búin að róa mig niður úr fílunni á met hraða! “má ég koma yfir til þín?” JEEEEEEEEEEEEEESSSSS, loksins ekki ein! “auðvitað, ég þarf bara að klára Ísland!” plís kondu, plís kondu! “Okey, ég kem þá!” JEEEEEEEEEEEEEEEES “Okey þú kemur!” nokkrar mínútur liðu og Kata kom og við horfðum saman á Austin Powers The spy hwo shagged me, Kata sá aðalega um að horfa, ég sá aðalega um að skrifa í bókina mína og tala með leikurunum! Dagurinn leið og um kvöldið var auðvitað NAUÐSINLEGT að leigja spólu því að það var ekkert í sjónvarpinu og ég hafði ekki leikið við neinn í heila viku! En svo kom í ljós að eftir þær ráðstafanir að leigja spólu og gista með Kötu hringdi mamma hennar og sagði að hún þirfti að fara til pabba síns að mála svuntur!(ó mæ gat hvernig er það gert?) svo kom líka í ljós að það var bara ágætis mynd í sjónvarpinu! Pabbi skutlaðist niðrí sjoppu og keipti kók og flögur og alveg helling af nammi, og það rættist bara eitthvað úr deginum eftir allt saman!