Jakob sat á grúfu á gangstéttinni fyrir utan spítalann. Það var hellidemba en honumvar alveg sama þótt að hann væri blautur í gegn. Það var aðeins eitt sem var í huga hans. Hvers vegna? Af hverju þurfti lífið að vera svo ósanngjarnt? Mest langaði hann að fara eitthvað burt, eitthvað fjarri raunveruleikanum en hann gat það ekki. Þó það væri einfaldasta lausnin var það alls ekki sú rétta. Allt var frá honum tekið í einu vetfangi, hann hefði ekki átt að vera þar sem hann var hann vissi það núna.
Blóðið á skyrtunni hans var enn blautt, þó að þrír tímar hefðu liðið síðan að hann mátti fara heim af sjúkrahúsinu hafði hann ekki eyrð í sér að standa upp. Þarna ætlaði hann að vera eins lengi og hann gæti.
Slysið kom upp í huga hans aftur og aftur, svipur Söru þegar að hún sat föst í bílnum.
,,Ætlaru ekki að fara að drífa þig heim vinurinn? Þú gætir orðið veikur á því að sitja svona úti í rigningunni á skyrtunni einni saman´´ . Þetta var rödd sem að hann þekkti, en rödd sem að hann vildi síst heyra núna. Þetta var Sigurður prestur. Jakob svaraði engu.
,,Ég skal hringja í foreldra þína ef þú villt, það er ekkert sem þú getur gert á þessari stundu´´. Jakob reisti sig upp og gerði sig tilbúinn að ganga heim. En hver var tilgangurinn í því að fara heim. Þar myndi hann hvort sem er setjast inn í kústaskápinn sem var kallaður herbergi og drekkja sorgum sínum í tárum.
Hann byrjaði að labba af stað og atburður kvöldsins var endursýndur á stóru tjaldi í kvikmyndahúsi heilans.
Hann fór heim lagðist upp í rúm og grét sig í svefn.
Morguninn eftir kom mamma hans inn. ,, Jakob minn, það er lögreglumaður hér sem vill eiga við þig orð. Komdu nú fram vinur´´. Jakob fann kaldan hroll leika um sig og hann vissi ekki alveg hvort að hann væri að koma eða fara. Hann klæddi sig í föt og labbaði þungum skrefnum fram í stofu. Lögreglumaðurinn var frekar viðkunnalegur, og var greinilega búinn að koma sér vel fyrir með heitt kaffi og smurt brauð sem mamma Jakobs hafði boðið honum. Jakob hlammaði sér í sófann fyrir framan lögreglumannin. Hann horfði ekki á hann heldur horfði í kjöltu sér, eins og að hann væri hræddur við eitthvað.
,,Vinur, mér þykri mjög leitt að tilkynna þér það, en hún Sara er látin´´. Skelfing greip Jakob, en hann sagði ekki neitt, lét engar tilfinningar í ljós, en innra með sér grét hann hástöfum. ,,Tilgangurinn með þessari heimsókn er að ég vil fá að heyra þína hlið á málinu´´. Jakob gat varla komið upp orði. Hann tók sig samt til í andlitinu, og rifjaði upp gærdaginn.
_________
Klukkan var 9 að morgni. Jakob vaknaði með dúndrandi höfuðverk, helvítis þynnka. Hann reis upp og labbaði hálfsofandi niður stigann í átt að baðinu. Hann missti andann þegar kalt vatnið gusaðist yfir hann. Hann labbaði upp stigann og sporaði allt út.
,,Æj andskotinn ég þríf þetta upp á eftir´´ hugsaði hann.
GSM síminn byrjaði að hringja, og hringdi stanslaust. Hann nennti ekki að svara.Svo loksins þegar að hann ætlaði að svara hætti hann að hringja. ,,Guði sé lof´´ sagði Jakob og hlammaði sér í rúmið. Sara hafði hringt og skilið eftir skilaboð í talhólfinu. Hún var að biðja hann um að koma með sér niður í Kringlu.
Jakob klæddi sig og labbaði framm í eldhús. Mamma hans sat við elhúsborðið, í náttslopp, með handklæði á hausnum og í kanínuinniskóm. Ekki endilega hin fullkomna húsmóðir, heldur hin upptekna leikkona. Hún sat með kaffibolla í annarri hendi, en handrit í hinni. ,,Góðan daginn Jakob minn, hvað segiru gott í dag? Ertu þunnur eftir gærdkvöldið??´´ Það var alveg stórkostlegt hvað mamma tók létt á því að hann væri að drekka. En hún sagði að það væri allt í lagi að drekka, svo lengi sem að hann færi ekki út í eitthvað sterkara, eins og t.d. dóp. Hann vissi vel hvers vegna.
Rosalega var fimman lengi á leiðinni. Jakob sat í strætóskýlinu og starði út í bláinn. Loks kom strætó. Það var rosalega mikið af fólki í strætó, eiginlega óvenjulega mikið af fólki, miðað við það að klukkan var tólf á hádegi á laugadegi. Vagninn stansaði á stoppistöð fyrir framan Kringluna. Þar stóð Sara, reykjandi og að drepast úr kulda. ,,Af hverju varstu svona lengi´´ sagði hún og lamdi hann í öxlina. ,,Það munaði litlu að ég hringdi í Hjálparsveit Skáta til að leita að þér!!´´
,,Æj, fyrirgefðu elsku Sara mín, ég reyndi að vera eins fljótur og ég gat´´.
Þau settust við eitt borðið á Stjörnutorgi eftir að hafa verið í tvo tíma inn í einhverjum stelpubúðum. Jakob lagðist fram á borðið, honum leið eitthvað skringilega í höfðinu.
Síminn hans hringdi. ,,Halló, Jakob?´´ sagði djúp strákarödd í símann. Hann kannaðist vel við þessa rödd, þetta var Óðinn besti vinur hans. ,,Hvað ertu að gera kallinn? Ég var að vakna, ekkert smá þunnur maður, hvað gerðum við eiginlega í gær??´´ Jakob skellti upp úr,
,,mannstu það ekki fíflið þitt? Við fórum í partýið til Svavars og þú varst farinn að dansa upp á borði við einhverja gellu úr Árbænum. Svo þurfti ég að drösla þér heim í leigubíl´´.
,,Ohhh, nú man ég.´´ , sagði Óðinn. ,,Hvað á að gera í dag??´´
,,Æj ég er hér staddur í Kringlunni með Söru. Hún fór til að kaupa sér bol fyrir kvöldið.´´
,,Og hvað, gekk ekkert?´´ sagði Óðinn með hæðnistóni. ,,Jújú, hún keypti alveg svakalega mikið, en eitthvað virðist bolaplanið hafa farið út um þúfur´´. Svipurinn á Söru var óborganlegur. Hún vissi alveg að hún var í minnihluta í vinahópnum. Það var ekkert auðvelt að vera eina stelpan.
,,Heyrðu´´, sagði Óðinn, ,,Það er eitthvað mega partý hjá Svenna í kvöld, maður. Ég frétti að Sóley hefði reddað landa og í haus´´. Kaldur hrollur fór um Jakob, þetta var það síðasta sem að hann vildi heyra. Hann hafði lofað sjálfum sér að fara ekki út í dópið. Það var nóg að pabbi hans hafði dáið úr þeim andskota. ,,Já, ég verð nú ekki með í því kallinn´´, sagði Jakob ákveðinn.
,,Common maður, þetta er eitt skipti, þú verður nú enginn hasshaus af því maður´´. Jakob ætlaði að svara fyrir sig, en hætti svo við. ,,En hvað segiru á ég að hitta ykkur niðrri í Kringlu?´´
,,Já endilega komdu, við erum að fara út í sígó.. við verðum fyrir utan bíóið´´.
Óðinn kom eftir langa bið og þau ákváðu í sameiningu að standa fyrir utan ÁTVR til þess að redda áfengi fyrir kvöldið. Þau höfðu staðið fyrir utan í klukkutíma þegar loksins einhver samþykkti að kaupa fyrir þau. Nú var allt tilbúið fyrir kvöldið, áfengi og allt.
Jakob kom heim um sjöleytið, og þá sat litla systir hans ein inni í stofu með pizzukassa frá Domino´s í hendinni og 2 l kók á sófaborðinu. ,,Hvar er mamma?´´ spurði Jakob steinhissa, því að hann vissi að hún var ekki að leika í kvöld. ,,Æj, hún þurfti að redda einhverri feitri kellingu, sem datt á fylleríi og fótbraut sig´´. Það var alveg óborganlegt hvernig Ásta talaði. Það voru nú alveg takmörk fyir því hvernig hún gat látið..
,,Bíddu, þannig að hún fór að leika, og pantaði pizzu fyrir þig eina eða?´´ ,,Nei, ég átti að bíða eftir þér, en ég var orðin svo ógeðslega svöng. Svo átt þú hvort sem er fullt af pening. Geturu ekki bara keypt þér pylsu í sjoppunni?´´
Jakob nennti ekki að hlusta á hana, þannig að hann fór beint inn í herbergi að kveikti á útvarpinu.
Hann klæddi sig og gerði sig til fyrir kvöldið. Óðinn ætlaði að koma að sækja hann eftir korter. Hann var svo heppin að fá bíl pabba síns lánaðan, sem gaf krökkunum visst frelsi. Nú þurftu þau ekki að taka leigubíl þvers og kruss um borgina. BÍB!!!!! Óðinn var snemma á ferðinni. Jakob greip jakkan sinn og flýtti sér út, án þess að spyrja Ástu hvað hún hafði fyrir stafni í kvöld. Hann settist afur í , Sara var fram í. Dúndrandi tónlist var í bílnum.
Jakob opnaði fyrsta bjórinn, kláraði hann en fékk svo einhverja undarlega tilfinningu. Hann vildi ekki drekka í kvöld, sérstaklega ekki ef Óðinn myndi klikka. Hann átti það nefnilega til að stelast til að fá sér að drekka, og keyra fullur undir stýri.
Þeir komu í þetta umtalaða partý sem hafði verið skipulagt með margra daga fyrirvara. Sara var strax orðin frekar full, en hún var nú svo fljót að verða full. Hún ætlaði að hitta nýja kærastann sinn á staðnum. Já, og þarna voru þau, slefandi upp í hvort annað. Jakob settist í sófann og greip gítar sem lá á gólfinu. ,,Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil´´, þetta var uppáhaldslagið hans og eiginlega eina lagið sem hann kunni á gítar. Nú hafði hópur af fólki safnast saman í kringum hann og byrjað að syngja með. Hann sá Söru fara með nýja kærastanum upp stigann inn í eitthvað herbergi. Hann fann til afbrýðissemi, enda hafði hann og Sara verið bestu vinir síðan þau voru í bleiu. Þetta var fyrsti kærastinn hennar, og Jakob vissi að ef að hún færi upp í herbergið með þessum gaur, myndu þau ríða, og Sara ætti eftir að sjá eftir því næsta dag. En þetta var hennar ákvörðun, ekki hans. Eftir nokkra stund kom Sara aftur niður með gaurnum, og leit eitthvað skringilega út. Jakob ætlaði að spyrja hana út í hvað hafði gerst, en hún hrinti honum frá sér og fór að tala við einhverja hasshausa. Hún fékk sér í haus, og ekki var hann sáttur við það. Hann fór og talaði við hana, en hún reif bara kjaft og sparkaði í punginn á honum. Hann nennti ekki þessu kjaftæði, hún var alltaf svo leiðinleg þegar að hún var full. Hann ákvað að fara í smá göngutúr, og koma svo aftur í partýið.
Það var hellidemba og skítakuldi úti. Hann dvaldi ekki lengi úti við, heldur fór bara aftur inn. Óðinn var orðinn frekar fullur, þannig að Jakob sá fram á það að vera driverinn það sem eftir væri af kvöldinu. Skyndilega heyrði hann öskur og læti. Sara hafði komið að nýja kærastanum með einhverri gellu inni á klósetti. Hún var öskureið og hótaði að drepa hann. Jakob ákvað að skerast í leikinn. Hann greip í Söru og sagði henni að róa sig niður og víkja frá.
Hann rökræddi eitthvað við náungann, en fékk upp úr þurru kjaftshögg. Kjálkinn á honum var dofinn. Jakob barði á móti, en ekkert dugði. Náunginn var svo sterkur. Að lokum skarst vinkona Jakobs, Þóery í leikinn, og aðskildi slagsmálahundana. Jakob fór strax að leita að Söru en fann hana hvergi. Hann spurði alla sem að hann sá, en enginn vissi hvert hún hafði farið. Jakob heyrði skyndilega út frá sér að hún hefði sest upp í bíl Óðins og keyrt eitthvað í burt. ,,Honum fannst það fráleit hugmynd, enda var Sara ekki með bílpróf. Hann hljóp út, en þar kom blákaldur sannleikurinn í ljós. Hún hafði farið á bílnum. Jakob hafði aldrei verið eins hræddur á ævi sinni. Einhver tvítug stelpa bauðst til þess að fara að leita að henni, og Jakob og Óðinn settust inn í bílinn. Þau keyrðu á 90 km/hraða alla leið niður í Hafnarfjörð. Þau sneru við og keyrðu Kópavoginn aftur. Sjúkrabíll tók fram úr þeim , og sömuleiðis lögreglubíll. Nú voru þau virkilega óttaslegin. Það ákvaðu að elta bílana.
Klukkan í stofunni sló sex. Hljóðin í henni rufu einbeitingu Jakobs við frásögnina. Lögreglumaðurinn bað hann vinsamlegast um að halda áfram.
Þau komu að læknum í Kópavogi og sáu bíl liggja á hvolfi. Þau sáu ekki strax hvaða tegund bíllin var. Jakob og Óðinn stukku út úr bílnum til að komast nær.
,,Nei, því miður strákar mínir. Þið fáið ekki að koma nær, þetta er lögreglumál´´. Jakobi gat ekki verið meira sama, heldur ruddist fram fyrir allan hópinn. Og þarna var hún. Hún sat föst í bílnum og var alblóðug. Hún var samt með meðvitund. Jakob féll á hné, og byrjaði að gráta. Hann hafði fundið á sér fyrr um kvöldið að eitthvað mundi gerast.
Slökkvilið Reykjavíkur þurfti að koma á staðinn til þess að klippa hana út úr bílnum.
Síðan var hún sett í sjúkrabíl, og Jakob og Óðinn fengu að fara með henni. Jakob hélt allan tímann í hönd hennar. Hann faðmaði hana að sér, og sagði við hana í sífellu að allt yrði í lagi. Svo missti hún meðvitund stuttu seinna.
Þegar að þau komu á Landspítalann var Jakobi sagt að fara niður á biðstofu og bíða þar.
Hann fann til eymsla í kjálkanum, og einnig í hendinni eftir að hafa lent í náunganum hennar Söru. Dökkhærð hjúkrunarkona kom til hans og bauðst til þess að rannsaka hann, og sauma skurðinn sem var á enninu hans. Hann hafði ekkert tekið eftir skurðinum, sem var bísna djúpur. Eftir að hafa fengið sár sitt saumað , var honum sagt að fara heim.
Hann settist á gangstéttina fyrir utan spítalann, og grét sárt.
,,Þetta er öll sagan´´. Jakob var með tár í augunum og skrítinn svipur var kominn á mömmu.
Jakob sat sem fastast þegar að lögreglumaðurinn kvaddi og fór. Hann sat og starði á hvítann vegginn. Klukkan var orðin hálf sjö og fréttirnar á Stöð 2 voru hafnar.
,,Ung stúlka keyrði út af við Kópavogslæk í nótt. Hún var undir áhrifum áfengis og vímuefna.
Hún var strax flutt á Landspítalann, en lést af sárum sínum snemma í morgun.
Aðdragandi slyssins eru óljós, en Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið.
Stúlkan sem lést hét Sara Þráinsdóttir og var 17 ára gömul´´.
Um leið og fréttinni lauk, sá Jakob hvíta dúfu fljúga hjá stofuglugganum, og setjast í gluggakistuna og þá byrjaði að snjóa.