Stundum finnst mér eins og ég sé gíraffi. Ég hef gaman af því að bíta í laufblöð sem ég sé hangandi á trjánum og spýta þeim svo út. Ég nota ekki hendurnar, bara munninn. Það er myndarlegt tré í garðinum mínum. Alltaf þegar ég fer út bít ég eina sneið af einu ákveðnu laufblaði. Þegar það klárast byrja ég á næsta.
Það gerðist í sumar að ég var að vinna garðvinnu í góðum garði. Þar var gnægð laufblaða og beit ég mér til gamans nokkra bita. Svo sá ég grenitré. Grenitré eru ekki með laufblöð heldur barr. Ég stóðst ekki freistinguna og beit í barrið. Foj, þetta var versta bragð sem ég hef fundið, Sussubjakk. Aldrei skal ég gera þetta aftur.
Nú er kominn vetur og öll laublöð horfin. ÉG hlakka til vorsins.
Gleymum ekki smáfuglunum..