Ég var að fara að byrja í skólanum aftur eftir sumarið og nú í 10. bekk, ég ætlaði að mæta á réttum tíma þennan fyrsta skóladag, vakna snemma til að hafa nógan tíma til að fara í sturtu, mála mig og laga mig nú vel til.
Kvöldið áður hafði ég farið um klukkan tvö um nótt að fara upp í svefn og ég á svo erfitt með að sofna stundum að það er ekkert eðlislegt svo ég hef örugglega verið andvaka í minnst klukkutíma. Ég hafði farið svona seint að sofa ( ég ætlaði mér að vera þrumu dugleg og sofna nú einu sinni fyrir miðnætti!!) því það var svo skemmtilegt í sjónvarpinu.
Allir skemmtilegu þættirnir þurftu endilega að vera þetta sama kvöld og hvað ég var ekkert a spá í hvað tíminn leið hratt, þegar mér fannst 10 mínútur vera liðnar voru í raun og veru að minnsta kosti 40 mínútur liðnar og svona leið tíminn ég gat ekki hætt að horfa á sjónvarpið fyrr en slökkt var á því.
Ég drattaðist nú að lokum til þess að fara að sofa en ég var nú ekkert sofnuð eins og ég sagði hér áður á ég hræðilega erfitt með svefn alveg geisilega og varð andvaka þessa nótt í dágóðan tíma en það var eins og tíminn væri stop ég var að drepast þarna úr leiðindum en allt í einu lokuðust augun á mér og ég fór í draumaheiminn minn.
Þegar mér finnst ég hafa verið sofandi í 10 mínútur heyri ég einhverja rödd í móðu ég heyri ekki alveg hvað hún er að segja en hún líkist móður minnar rödd, kannski hefur hún vaknað ekki getað sofnað en hún hefur þann geggjaða bónus að þurfa ekki að fara í vinnuna fyrr en klukkan 10 þegar ég þarf að fara í skólann klukkan 8:10 þannig hún ætti nú að geta vaknað á eftir mér, afhverju þarf hún að tala svona hátt hún veit að ég á alltaf erfitt með að sofna, afhverju í óskupunum.
Ég opna augun, ég ætla sko að segja henni að ekki tala svona hátt þegar aðrir eru sofandi. Þegar ég opna augun er mamma þarna beint fyrir framan nefið á mér og er ekki með mjög glaðlegan svip,”Afhverju þarftu að tala svona hátt þegar aðrir eru sofandi??” spyr ég og þá segir hún við mig” Íris mín, klukkan er 20 mínútur í 8. Áttu ekki að vera mætt í skólann??”. “Er klukkan 20 mínútur í átta mamma, vá gott þú vaktir mig ég verð að fara í sturtu, farðu frá” hárið á mömmu minni verður allt næstum upp í loftið og svipurinn á henni var alveg hræðilegur þegar ég hljóp framhjá henni og beint inn á bað, það var eins og stormur hefði komið á mömmu ég hljóp svo hratt að ég næstum henti henni frá mér.
Þegar ég kom úr sturtunni átti ég eftir að laga á mér hárið, mála mig og allt, gjörsamlega allt og klukkan var 10 mínútur í. Gott að mamma var vöknuð þannig hún gat keyrt mig til í skólann þannig ég myndi ekki alveg hafa engan tíma til að laga mig til.
Þegar komið var í skólann var enginn á göngunum og þá segi ég ykkur enginn, það var eins og skólinn hefði verið rýmdur og allir höfðu farið út úr honum, nei þarna er fyrrverandi kennarinn minn, hún Margrét og ég spyr hana afhverju það sé engin hér og hún segir að skólinn eigi ekki að byrja fyrsta daginn svona snemma, hann byrjar ekki fyrr en klukkan 9. Þarna hefði ég getað sofið segi ég við sjálfa mig en labba heim ótrúlega þreytt og var eins og klessa í framan eftir að ég hafði ekki neinn tíma til að mála mig nægilega vel.
Nú gæti ég fengið mér góðan morgunmat, farið aftur í sturtu, sofnað aftur og allt en ég vildi ekki vera að sofna aftur ef það skildi gerast að ég myndi sofa yfir mig.
Ég gat núna lagað mig til almennilega og mamma sagði að ég liti út eins og fegurðardrottning. Já ég væri alveg geðveikt til í að vera fegurðardrottning, ég vona að ég verði valin ungfrú Skóli þetta árið, væri með svona kórónu á höfðinu sem stendur á UNGFRÚ SKÓLI. En ég held að ég gæti ekki orðið það, ekki einu sinni látið neinn vera hrifin af mér miðað við sumar vinkonur mínar finnst mér ég vera migluð gúrka
“Ertu alveg að sofna?” spurði pabbi og ég svaraði “ nei, lít ég eitthvað þreytulega út???” “Nei nei svaraði pabbi” en sagði síðan á eftir “Ja þú varst bara með lokuð augun og það var alveg eins og þú værir sofandi” Er það svara ég en lít þá á klukkuna hana vantar 20 mínútur í 9, ég klára að borða og rík síðan út úr húsinu án þess að segja bæ en ég heyri út í pabba og mömmu vera að kalla “bless og gangi þér vel í skólanum” alveg á sama tíma eins og þau séu einhver kór, guð stundum eru þau svo lík meira að segja segja sömu orð alveg hundrað prósent á sama tíma, alveg met hugsa ég og lít hægra megin við mig, ég er komin í skólan.
Ég sé Siggu bestu vinkonuna mína vera á skólalóðinni og hleyp til hennar.
Hún hafði verið í Frakklandi eins og ég vissi nú áður en hún var að vinna við fyrirsætustörf þar en ég hafði líka farið til útlanda í sumar bara með mömmu minni og pabba til Majorka( eins og það er nú skrifað á íslensku). Við löbbuðum saman um lóðina og hún sagði mér frá sætum strákum í frakklandi og ég frá góðu sólinni á Majorka…..og reynda nú stráka líka.
“Vá sérðu strákinn þarna sem er að fara inn í skólann, finnst þér hann ekki sætur” segir Sigga allt í einu þegar við erum að tala um hvað það var mikill hiti á Majorka en ég svara henni játandi að mér finnst hann nú doldið sætur, reyndar erum við alveg dolfallnar, “ Hann er ÆÐI” svarar Sigga og ég svara því með jái.
Hann er víst með okkur Siggu í bekk og heitir Magnús en hann segir að við megum nú kalla hanna Magga. Ég held að allar stelpurnar séu hrifnar af honum í bekknum, þær horfi svona þannig á hann eins og hann væri algjört æði sem hann er.
Eftir skólann sé ég Magga vera að labba í sömu átt og ég heim og hann labbar að mér, allt í einu spyr hann “ Ertu að fara heim til þín?” Já svara ég og þá spyr hann mig hvar ég eigi heima og ég segi honum það. Hann segist eiga heima í húsinu ská á móti og þers vegna verðum við samferða heim, við mösum og mösum alla leiðina.
Vá ég held að ég sé ástfangin af þessum strák hugsa ég og hleyp inn í stofu og læt mig detta í sófann. Ég hugsa í smá stund um að hann gæti samt nú ekki verið hrifin af mér, honum finnst örugglega Solla helmingi sætari og sérstaklega Elsa, ég held að hún dáleiði stráka til sín. Ef ég ætti eina ósk myndi hún vera örugglega sú að hann yrði hrifin af mér.
-Síðar þegar ég og Maggi verðum samferða heim-
“Heyrðu Solla” segir Maggi allt í einu þegar við erum aðeins komin frá skólanum, viltu kannski koma með mér á ballið annaðkvöld??” ég hafði þá ekki vitað um neitt ball svo ég spurði hann og hann sagði að þetta væri bara ball fyrir skólann, svona dateball. Ég spyr hann þá afhverju hann vilji bjóða mér á það og þá svarar hann að ég sé sætasta og skemmtilegasta stelpa sem ég hef kynnst.
Áður en ég flutti til Reykjavíkur úr Hafnafirðinum þá finnst mér eins og allir haldi að ég sé auli og ég vona að þér finnist það ekki og ef svo er skaltu bara hafna mér. Ég segi honum eins og er að öllum í hverfinu eða allavega í skólanum finnist hann geggjað cool strákur og allir stelpurnar eru sko alveg að drepast þær eru svo hrifnar af þér. Hann spyr mig síðan hvort mér finnist hann líka vera sætur og þegar ég er búin að segja j..var eins og við nálguðumst hvort annað að sjálfum sér og allt í einum vorum við byrjuð að kyssast en allt í einu kom einhver og þegar ég leit við var það Sigga, Sigga horfði á mig og stamaði “ fyrirgefðu, en nennir þú kannski að koma með mér niður í Kringlu?” og ég svara henni játandi en ég skil vel að Sigga hafi verið hissa því hún hefur alltaf haldið að ég sé með einhverja strákafóbíu en nú er allt breytt, ég er ÁSTFANGIN af Magga.