SÍÐUSTU SKREFIN
það er vetur.
Snjóflygsurnar svífa letilega til jarðar í guðdómlegum takti. Líflaus andlitin streyma hjá eins og geitarhjör. Allir eru að flýta sér, eins og dagurinn í dag sé þeirra síðasti. Fólk hendist til og frá með tóm augu og köld hjörtu og saurga það sakleysi sem liggur í loftinu.
Smám saman minnkar umferðin þar til ég einn er eftir. Útbrunninn og sálarsvartur stend ég upp og arka heim til móður minnar og morðingja, upphafs míns og endis.
Fæturnir dragast áfram af undarlegri þrá eftir friði og líkaminn skröltir áleiðis eins og ruslatunnuróbót í átt til sjávar. Ég hendist á fjórar fætur eins og yfirgefinn hundur. Aldrei aftur einn, nei aldrei.
Brimsalt vatnið fyllir vitundina og kuldinn deyfir líkamann. Svefnþráin færist rólega yfir friðsælt andlitið.
Er ég að deyja eða er ég rétt að byrja að lifa? Aldrei hef ég fundið jafnmikla hlýju og nú.
Eitt augnablik, einn hjartsláttur. Svo ekki meir.
Úr fjarlægð hendist líflaus líkaminn til og frá eins og tuskubrúða. Móðirin kallar á barnið sitt.
Ég er komin heim.