Ég get ekki hætt að hugsa um hana, græt mig í svefn, er með fiðrildi í maganum, hugsa um rödd hennar, svíf á vit drauma minna.
Hví, ó, hví þurfti hún að velja hann? Sálufélögum er meint að vera saman og hún er púslið sem fullkomnar líf mitt. En ekki sér hún mig sem meira en vin, ekki enn….ekki einn, ég þarfnast hennar, vil aðeins halda utan um hana og hvísla ástarorð í eyru hennar, halda í þessa fíngerðu hendi. Bara einu sinni….og svo oftar.
En hún valdi hann og sætti ég mig við það…hún á rétt á að vera hamingjusöm, og ef hún er hamingjusöm þá verð ég hamingjusamur….þá verðum við hamingjusöm saman.