Hún sat og horfði dreymandi fram fyrir sig og augu hennar leituðu ósjálfrátt að fallega andlitinu sem hún dáðist að á hverjum degi.
María sat einni röð framar og tveim borðum til hægri frá Lindu.
María var svo gáfuð og skémmtileg. Hún horfði á Maríu brosa til Sigga, þau pískruðu eitthvað og hlóu, ohhh… hún hlær svo fallega. Linda brosti til Maríu í von um að hún myndi taka eftir henni og kannski tala við hana, ef það myndi gerast þá ætlaði hún að segja henni hve sæt og æðisleg hún væri. Ég gæti gert hana svo hamingjusama, ég myndi alltaf vera góð við hana. Faðma hana á hverjum degi og segja henni hvað hún sé yndisleg. Hún horfði á Maríu kasta ljósa síða hárinu yfir öxlina og leika sér við einn lokk sem varð eftir, hvað ætli hún sé að hugsa…
ohh… hvað hann Siggi er sætur, hann er svo smekklegur og snyrtilegur.
Hvers vegna tekur hann ekki eftir mér eins og allir hinir strákarnir, þeir reyna við mig alveg brjálað og ég hafna þeim öllum bara fyrir Sigga. Ohhh… Siggi. María brosti til hans. Hann sagði eitthvað við hana sem hún náði ekki því hún var svo hugfangin af honum að hún gleymdi að hlusta, en hún sá að hann var að fara að hlæja, á því hvernig hann pírði augun rétt áður en hláturinn braust út svo hún hló bara líka. Hann er svo yndislegur við mig, hvers vegna reynir hann ekki við mig… hvað er hann að spá…
Ég vildi að Nonni væri með okkur í bekk, þá gæti ég alltaf verið með honum. Afhverju þarf hann að vera ári eldri það er svo ósanngjarnt. Hann lítur bara á mig sem vin, hvernig get ég látið hann vita hvernig mér líður þegar ég er nálægt honum. Við tveir eigum svo margt sameiginlegt, við eigum svo vel saman. Það er alveg sama hvað ég leita það er enginn eins frábær og hann. Hann er svo sniðugur, honum dettur alltaf eitthvað skemmtilegt í hug. Siggi horfði út um gluggann í von um að sjá Nonna, hann vissi að Nonni væri á æfingu úti. Þarna var hann, þrekinn og vöðvamikill að gera teyju-æfingar. Ég vildi að ég gæti lesið hugsanir hans…
G