Það var eitt kvöldið að fjölskylda nokkur var að keyra reykjanesbrautina til Keflavíkur þar sem þau áttu heima, eftir að hafa komið til Reykjavíkur í frí.Hjónin í þessari fjölskyldu áttu 3 börn.2 stráka og eina stelpu.Stelpan var andlega vangefin, hún var mongólíti.Þau voru að keyra þegar skyndilega kom bíll þjótandi á móti þeim gegn umferð og BAMM!!!!Það var svakalegur árekstur.2 aðrir bílar keyrðu aftan á bíl þessarar óheppnu fjölskyldu.Allir í fjölskyldunni misstu meðvitund, en 15 mínútum síðar komu 3 lögreglubílar, 2 sjúkrabílar og einn slökkvibíll til að kæla vélarnar niður.Það tók mjög mikinn tíma að taka alla fjölskylduna út úr bílnum, u.þ.b. 3 klukkutíma.Fyrst drógu þau stelpuna sem hét Rannveig, hún var dáin.Næst drógu þau út yngri strákinn sem hét Steinn, hann var mjög alvarlega slasaður.Síðan drógu þeir konuna, sem hét Guðrún og var illa slösuð, og svo drógu þeir eldri strákinn sem hét Geir, hann var dáinn.En hvernig sem þeir leituðu þá fannst ekki maðurinn sem hét Jón.Þier tóku allann bílinn í sundur en fundu manninn ekki.Þeir leituðu í næsta 100 metra radíus til að sjá hvort hann hafi skotist út, en ekkert fannst.Maðurinn virtist hafa gufað upp.

3 vikum seinna:

Guðrún lá á sjúkrahúsinu grátandi, nýkomin með meðvitund.Hún grét Rannveigu og hún grét manninn sinn Jón.Guðrún hafði verið síðust til að vakna til meðvitundar en hún hafði verið í öndunarvél í 3 vikur.Hún var rifbeinsbrotin á 7 rifbeinum og öll bein hægri fótar hennar voru í molum, einnig hafði hún fótbrotnað á vinstri gfæti en ekki svona alvarlega.Steinn var enn verr staddur, hann var lamaður fyrir neðan mitti eftir áreksturinn.Einnig höfðu brotnað 13 rifbein og fæturnir voru í molum en hann fann ekki fyrir því.Hann var líka handleggsbrotinn og lungun höfðu skollið saman og færst til, þannig hann átti erfitt með andardrátt.Þó var hann ekki í lífshættu.
Geir var aftur á móti heppnastur með einungis 1 rifbein brotið og hann hafði fengið sprungu í hægri fótar beinið.En maðurinn hafði ekki fundist enn.Það var búið að leita allsstaðar í næsta 3 kílómetra radíus en maðurinn hafði gufað upp.Trúað fólk sem sá þetta trúði að maðruinn hafi rokið beint upp til himna, ekki bara sálin heldur líka líkaminn.Aðrir héldu að hann hafði bara gufað upp, orðið að engu við áreksturinn.Sumir héldu að hann hafði stungið af ómeiddur en skilið bjargarlausa fjölskylduna eftir.En aðieins að hinum bílunum, þessir 2 bílar sem klesstu aftan á bíl fjölskyldunnar sluppu mjög vel.Það voru engin beinbrot í neinum farþega þessara bíla.En bílstjórinn sem klessti á þau á móti var steindauður.Hann hafði þotið út um framrúðuna og skollið á gler bíls fjölskyldunnar á 20 kílómetra hraða með þeim afleiðingum að hann varð að klessu.
Ekki var hægt að bera kennsl á lík hans en talið var að þetta væri Breti, S-Afríkumaður eða Japani eða svoleiðis vegna þess að hann ók á móti umferð.En sumir töldu þetta planað.En enginn vissi rétt svar við þessum hræðilega atburði sem átti væntanlega aldrei að gleymast.

30 árum seinna:

Guðrún var að elda, strákarnir hennar, sem voru orðnir 47 ára og 38 voru í heimsókn hjá henni.Guðrún hafði orðið svolítið skrítin eftir áreksturinn.Hún var eins og í leiðslu.Hún fékk öryrkjabætur en þær dugðu skammt svo að strákarnir hennar unnu baki brotnu fyrir hana líka.Steinn, var útibússtjóri hjá Búnaðarbankanum í Keflavík en Geir vann í Reykjavík hjá sendiráðinu.En þótt áreksturinn væri nánast gleymdur höfðu dularfullir atburðir farið að gerast, einu sinni á ári, alltaf sama dag, var árekstur á Reykjanesbraut, alveg eins og sá fyrir 30 árum og alltaf hvarf faðirinn.Einnig hafði morðum fjölgað í Keflavík og hjörtun voru alltaf horfin úr líkunum.Þetta vakti óhug meðal Keflarvíkurbúa en þó voru ekki nema 50-60 manns sem fluttu burt en aðrir komu samt í staðinn.
Guðrún var ennþá góður kokkur þrátt fyrir örorkuna og hún eldaði alltaf góðan mat fyrir syni sína, sem voru það eina sem hún átti.
Hún tautaði oft fyrir munni sér: Jón, hvenær kemurðu heim?Ég eldaði fyrir þig, og altaf var lagt á borð fyrir 2 þegar hún var aðeins ein heima.En í þetta sinn var lagt á borð fyrir fjóra.
Jæja mamma, sagði Steinn.Hvaða góða mat ertu að elda fyrir okkur núna?
Ég er að elda pastarétt fyrir ykkur drengina, sagði Guðrún.
Þegar þeir voru búnir að borða þennan pastarétt þökkuðu þeir fyrir sig og fóru heim til sín.
Já veriði sælir, sagði Guðrún.Hversvegna skyldi Jón ekki hafa komið?

2 árum seinna:

Ennþá það sama.Sömu árekstrar, sömu afleiðingar, það sama gert.
Guðrún hafði dáið þennan morgun, hjartað var horfið úr henni.Þegar strákarnir föttuðu þetta fóru þeir að gráta.Þeir bjuggust aldrei við þessu, en í fyrsta sinn blossaði þessi tilfinning sér í brjósti þeirra.
HATUR!!!
Þeir voru ákveðnir að finna morðingjann þótt það tæki allt þeirra líf, og þeir ætluðu sko að drepa hann.Það sem þeir gátu notfært sér að allir sem voru myrtir bjuggu í húsum númer 32.Það voru 34 hús númer 32 sem ekki var búið að fremja morð.Þeir biðu í 2 vikur fyrir utan 1 ákveðið hús númer 32 og þótt ótrúlegt sé, þá kom morðinginn þangað.Geir og Steinn földu sig í runna fyrir framan og þegar þeir sáu morðingjann urðu þeir skelfdir, en hatrið yfirtók hræðsluna.Þeir voru með hnífa sem þeir ætluðu að nota.
Þegar ég segi 3, sagði Geir, þá stekk ég á hann og þú kemur á eftir mér í hjólastólnum.
1…2…3…. AAAAAAAAAAAAAAAAA.Geir stökk á manninn og yfirbugaði hann.Hann sá að maðurinn var með grímu.
Ég tek af þér grímuna svo ég sjái þitt ljóta fés, sagði Geir.
Hann reif af honum grímuna og…….PABBI!!!Geir starði agndofa á pabba sinn sem notaði tækifærið og rykkti honum af sér, tók upp hníf, snéri Geiri undir sig og setti hnífinn upp að honum.
Já, sagði Jón.Þetta er ég.Ég hef öll mín ár frá 17 ára aldri verið mannæta, en ég varð að hafa tækifæri til að forða mér þannig að ég skipulagði áreksturinn.Rétt áður en bíllinn klessti á okkar bíl skaut ég mér upp úr sætinu og upp topplúguna.Ég sá að mongólítinn okkar var dáinn, ég sá þetta allt.Ég hljóp burt.
Steinn hafði ákveðið að bíða bakvið runnan.
Er Steinn dáinn?spurði Jón.
Eeee…….já, sagði Geir.Hann veiktist í fyrra og dó.
Æ,æ, sagði Jón.En leitt.Nú verður þú, síðasti meðlimur fjölskyldunnar, drepinn.
Þá trylltist Steinn.Fór í rafmagnshjólastólnum öskrandi að þeim og henti hnífnum sínum beint í hausinn á Jóni sem þaut af Geiri steindauður.
Geir lá uppgefinn á jörðinni.
Þetta fór ekki eins og ég bjóst við, sagði hann.
Sama hér, sagði Steinn.Við vitum þó hvað varð af pabba og við vitum að hann var virkilega slæmur maður.
Já….en Steinn, sagði Geir.
Já hvað?spurði Steinn.
Takk kærlega fyrir björgunina, sagði Geir.
Til þess eru bræður, sagði Steinn.Nú hringi ég í lögregluna og læt hana fá pabba og……upptökutækið.Svo blikkaði hann Geir.
Og það urðu ekki fleiri morð næstu árin í Keflavík.
En hvað gerist svo…………
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.