svona rétt til að skerpa minnið set ég seinasta línurnar úr 1. hluta af Hundurinn Bjarmi með: ,,heh, hæ! ég heiti Beggi. Eins og þú kannski sérð þá er ég dragdrotningarhundur. Ég var líka valinn Mr. sexydog 2002.“ ,,Óh.. hæ, ég heiti Bjarmi é-é-ég..” hann komst ekki lengra. ,,Þú hvað? oh djössiss krúttið þitt maður stenst þig ekki!“ sagði Beggi og dró Bjarma bakvið sjoppuna og byrjaði að sleikja á honum kinnarnar. Þeir keluðu í smá stund en hættu þegar þeir sáu að Pétur stóð þarna og glápti á þá með sínum stóru gulu augum.
,,Hann var bara að kenna mér að tefla!” reyndi Bjarmi að afsaka sig en Pétur strunsaði bara í burtu.
,,Æj gefðu skít í hann!“ sagði Beggi en Bjarmi hlustaði ekki á hann, sagði honum að bíða, blikkaði hann og fór á eftir Pétri.
,,Æi Pétur við vorum ekki að gera neitt, þetta var bara saklaust'' sagði Bjarmi ,,Ég hélt við værum vinir….eða kannski eitthvað meira''snökti Pétur og greiddi fitugan hliðartoppinn með klónum.,,Æ kommon við erum vinir, er það ekki?'' ,,Ekki lengur SKÍTHÆLL'' hreytti Pétur út úr sér og frussaði um leið út úr sér gamalli möffins köku, sem hafði verið föst á milli framtannanna í þrjá mánuði. Svo strunsaði Pétur heim.
Í sama bili kom Beggi. ,,Eigum við að halda áfram?” spurði hann.
,,Nei ég æ-ætla heim, sko mamma var að hringja og..“ ,,Já, ok, ok,ok, þú vilt mig ekki! FARÐU! ég er farinn!”
,,En.. oh“ það þýddi víst ekkert að þræta.. Bjarmi var orðinn þreyttur og vildi bara komast heim í pappakassann sinn.
Sjö dagar liðu og ekkert lét Pétur í sér heyra. Bjarmi var búinn að reyna að hringja 26 sinnum í gemsann hans alltaf kom talhólfið. Sónn. Duuud, duuud, duuud, ,,Hæhæ! Þetta er Pétur sem talar! Ef ég svara ekki símanum er ég annað hvort í sturtu eða að hözzla!” Lestu inn skilaboð eftir að hljóðmerkið heyrist, bíííp!
,,Eh, sko, Pétur! Elskan.. svaraðu símanum! ég sakna þín! ég hérna.. kemuru á röltið? ég skal vera góður.. æj plís, svaraðu mér bara.. hringdu aftur, ok? ég elska þig! ehh.. bæ“.
En áfram leið tíminn og ekkert svar frá Pétri.
Beggi hafði komið við 8 sinnum og reynt að fá Bjarma til að hitta foreldra sína, sagði að það væri kominn tími til. Bjarmi vildi ekkert með Begga hafa.. Allavega ekki þannig séð, þó hann hafði þó farið á deit með honum 5 sinnum. En það var bara til að reyna að gleyma Pétri.
Svo kom að stórri óvæntri stundu. Beggi kom snemma á mánudagsmorgni með tár í augunum. Bjarmi hafði verið að djamma um helgina og var því auðvitað ekki vaknaður, en Beggi vakti hann, með alveg þvílíkum látum.
,,Elskan, Elskan! VAKNAÐU!!” Öskraði Beggi í eyrað á Bjarma!
,,AAHH! róa sig!! ó mæ gad!!“ ,,Oh, Bjarmi! Ég.. Ég.. ÉG ER ÓLÉTTUR!” Við erum að verða pabbar!“ Æpti Beggi með gleðitárin streymandi niður kinnarnar. ,,En! EN! ÞÚ ER KARLKYNS! og.. Ó MÆ GAD!” ,,Eh, elskan.. chillaðu! kraftaverk gerast. ég ER ÓLÉTTUR! er það ekki frábært??!“ ,,NEI!” öskraði Bjarmi og fanst sem hann væri stunginn með 900 tonna hníf í hjartað. ,,´Jú, láttu ekki svona, við hittum mömmu og pabba, og finnum nýjann og stærri pappakassa í góðu nágrenni.. Oh ég vona að litla rúsínan fái augun þín.“ ,,WHAT?! NEI! ég er ekki að fara að eignast einhvern fjandans hvolp með ÞÉR! þú eyðilagðir líf mitt! ég.. OOOHHH!”
,,ó-ó-ó-ó-ó-óke-kei-keeeii! Ah! það var að spark..“ ,,ÞEGIÐU! þúst.. ég.. ég ræð ekki við þetta! OK?! ég meina.. við notuðum.. þú veist var það ekki?” ,,EH, úps!“ ,,ÚPS????! ÚPS?? Ó MÆ GAD!”
,,Ég held ég þurfi að fara, hringi í kvöld elskan, tjá!“
Svo hljóp Beggi kvennlega í burtu og skildi Bjarma og líf hans eftir eins og það hefði komið hvirfilbylur.
Bjarmi lagðist niður og gat ekki einu sinni hugsað skýrt. Hann var svo þreyttur og ringlaður að hann barasta sofnaði.
Bjarmi hrökk upp við símann sinn. Hann vildi ekki svara, hann var alveg viss um að þetta væri Beggi.. að fara að tala um barnaskó og matarboð hjá foreldrum sínum. En hann ákvað að taka áhættuna og svaraði í símann. ,,Já hvað?!” En þetta var ekki Beggi. Þetta ekki heldur Pétur.
Hver var þetta þá??
Meira seinna!
Bestu Kveðjur
Lopa :)