Kveðjustund
Mig hryllir við því að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Sumarið líður alltof hratt. þegar maður er ástfangin og hamingjusamur. Nú er víst komið að kveðjustund. Palli. Manstu þegar við hittumst fyrst?
Þú varst að vinna í sjoppunni á BSÍ og ég var að koma frá Akureyri. Það var eitthvað við þig. Ég fann það um leið og ég sá þig. Við vorum eitthvað að tala saman og þú spurðir mig:,,Ertu nokkuð að fara strax??? það er svo gaman að tala við þig, þú ert skemmtileg.“
Vá, að þú skildir segja að ég væri skemmtileg. Nu varstu kominn með vin til æviloka. Ég svaraði að ég ætlaði að stoppa í smástund. og spurði þig hvort þú værir ekki að fara í kaffi, og vildir koma og tala við mig.
Svo komstu og talaðir við mig. kynntir þig, og sagðir að ég væri sæt. Þú varst svo æðislegur. Þú gast alltaf fundið eitthvað til að tala um, alltaf. Ef þú gast ekki fundið neitt, þá bjóstu það til.
Gvuð hvað ég var hrifin af þér. En ég hélt að þú hefðir áhuga á vinkonu minni, frekar en mér. Svo einn daginn baðstu mig um að hitta þig. Við hittumst á kaffi Reykjavík. Þú horfðir í augun á mér og sagðir:,,Sóley, ég elska þig, ég hef elskað þig frá því ég sá þig fyrst.”
Ég táraðist og hugsaði:,,Getur það verið að þetta sé satt, að maðurinn sem ég elska og hef elskað frá því ég sá hann fyrst elski mig líka?" Ég sagði við þig að ég elskaði þig líka, að ég hefði elskað þig alveg frá því ég sá þig fyrst.
Við vorum svo hamingjusöm, svo ótrúlega hamingjusöm.
En nú er sumarið á enda. Þú ert farinn frá mér. Ég veit ekki afhverju þú fórst. Þú hefðir getað lifað svo mikið lengur, með mér. Ég sakna þín. En hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar, hittist aftur hinum meginn. Þá munum við í gleði okkar ganga suður laufásveginn.
En þangað til, mun ég brosa. Því ég vil hafa þig hamingjusaman. Ég mun brosa, svo þú getir ekki séð mig gráta. Ég mun brosa að eilífu fyrir þig. Nú er komið að kveðjustund. Ég kyssi þig létt á munninn og geng brosandi aftur í sætið mitt……..
…við munum hittast aftur….