Jæja, sæll vertu og blessaður, hugari! Í 4 bekk var smásagnakeppni (sem ég lenti í þriðja sæti á) og því datt mér í hug að rita hana hér.

Mér líður ekki vel. Ég á í erfileikum með að skrifa ritgerðina um Garðabæ sem ég á að skila á morgun og afi minn hann Þorkell er veikur. Hjúkrunarkonurnar segja að honum fari versnandi. Við fjölskylan ætlum að heimsækja hann á eftir.
Mamma kallar innan úr eldhúsi: „Þorkell, getur þú farið einn til afa þíns? Við pabbi þinn þurfum að skreppa aðeins, við verðum ekki lengi. Flýttu þér, það fer að dimma.
Ég klæði mig í og fer út. Ég sæki hjólið mitt og hjóla af stað. Það er næstum því komið myrkur og ég flýti mér upp á sjúkrahúsið Ég er kominn á spítalann fyrr en varir. Ég fer til konunnar og spyr um Þorkel Ásmundarson. Hún segir: „Þorkell? Hæð fjögur! Þriðja dyr.”
Ég fer í lyftuna og ýti á takka númer fjögur. Ding. Ég bíð. Ding, dong. Lyftan opnast og lokast þegar ég er kominn út. Ég fer inn til afa. Hann liggur uppi í rúmi með hálsbólgu. Hann lítur ekki vel út. Hjúkrunarkonurnar eru allt í kringum hann. Veistu ekki að heimsóknartíminn er búinn?! segir ein konan. Hann verður að fá frið segir hún og skellir á mig.
Ég fer aftur á neðri hæðina og fer út. Ég sest á hjólið og hjóla af stað. Allt í einu kemur svartaþoka og ég hjóla á stein og dett. Ég man ekki hvað gerðist síðan. Ég vakna. Ég hlýt að hafa rotast. Ég stend upp og lít í kringum mig. Datt ég hérna? Nei, ég er á allt öðrum stað. Hvernig getur staðið á því? Ég sé bóndabæ skammt undan og mann sem er að labba út í fjósið. Ég hleyp til hans og spyr hann hvar ég sé. Ekkert svar. Ég spyr hann aftur. Ekkert gerist. Mér finnst allt vera svo skrítið. Eins og ég sé kominn á safnið í Árbænum. Ég labba fyrir framan manninn en hann fer í gegnum mig! Nú skildi ég. Ég hafði lent aftur í fortíðinni og enginn gat séð mig eða heyrt. Ég get farið í gegnum hluti. Og fyrst ég var í fortíðinni gæti ég skoðað allt Ísland! Já, ég gæti skoðað bæ Ásmundar sem ég var að læra um í skólanum. Þetta hlýtur reyndar að vera bærinn hans!
Ég ætla að skoða bæ Ásmundar betur. Það verður einfalt þegar ég get farið í gegnum hluti, hugsaði ég og fór í gegnum vegginn. Ég var í fínni stofu. Myndir héngu á veggjum og margar af mönnum. Ég fór aftur út og sá að þar var vagn með mikilli mjólk. Ég ætla að skoða hann nánar.

Það kemur í ljós að vagninn er á leið til Hafnafjarðar og maðurinn er að fara að selja mjólkina þar. Ég fer aftur inn í húsið og skoða mig um.Verst að ég get ekki komið með hlutina til að sýna í skólanum. Já, vel á minnst kemst ég heim, aftur heim? ER ÉG FASTUR HÉRNA?!! Óó, ef ég er nú fastur hér?! Ég fer aftur út þegar það kemur aftur svört þoka. Húrra, trallala, ég hlýt að komast aftur heim núna … ZZZ

Ég vakna. Ég hlýt að hafa sofnað. En hvað var þetta? Á þessum tíma lifi ég sko ekki. Mér sýnist þetta vera eins og á myndunum frá því að mamma var lítil! Ljósastaurarnir eru úr tré. Og hvar eru tölvurnar? Jæja, ef ég er fastur hérna þá er bara best að ég skoði mig um. Ég sé stórt og fallegt hús. Mér finnst það vera líkt ráðhúsi. Á dyrunum hangir miði og á honum stendur:

Hér með veitist það leyfi að gera Garðahrepp að kaupstað.
Undirskrift
:Ykkar einlægur bæjarstjóri.

Þegar ég er að horfa á þennan miða kemur maður og tekur miðann. Það heyrast mikil fagnaðarlæti úti. Ég fer hins vegar að skoða mig um. Það er margt skemmtilegt að skoða hér en ég verð samt leiður á því og fer út. Ég geng að gömlum gulum bíl sem stendur þarna en allt í einu verður allt dekkra og dekkra …
Ég hrekk upp inni í herberginu mínu. Ég heyri að mamma opnar útidyrnar og kallar: „Elskan, ég er komin heim. Hvað sagði afi þinn? Heldur þú að honum líði betur? Ertu búin með ritgerðina? Hvað viltu fá í kvöldmatinn? Hvað, hvað, hvað … endalaust!
Nú veit ég hvað ég skrifa. Þegar ég var á tímaflakki…

Ég, 9 ára gamall.