Dularfullar sögur nr 2 Húsið á hæðinni.

Hæ ég heiti Brján Vilhjálmsson og þetta er saga mín.

Ég er ekki hræddur við mikið en það er eitt sem ég er rosalega hræddur við. Það er hús. Ég veit að þetta er skrítið, að vera hræddur við hús. En þið eigið eftir að snúast hugur eftir að þið lesið þessa sögu.

Ég flutti í það fyrir nokkrum árum. Við vorum að flytja í nýjan bæ, hann var frekar hrörlegur að sjá, en mér fannst hann vinarlegur. Við fluttum í þetta stóra hús. Það var á þessari drungalegri hæð. Þegar ég horfði á þetta hús frá bílnum þegar ég keyrði fyrst að því, þá blasti það rosalega við mér. Og ég var eiginlega strax hræddur við það. Ég fóru úr bílnum og horfði á það með skelfing í augum. Við löbbuðum hægt inn í húsið, ég litli bróðir minn, mamma og pabbi. Litli bróðir minn öskraði ‘’HALLÓ’’ húsið svaraði á móti með sama orði. Ég labbaði um húsið og hræðslan var ekki eins mikil nú og áður, ég labbaði rólega um öll herberginn. Síðan valdi ég mér herbergi. Það var á efstu hæð. Reyndar var háfaloft en ég valdi herbergið fyrir neðan það..

Síðan skall nóttin á, ég lá í rúminu andvaka. Ég horfði á loftið, ég hugsaði um hvernig skólinn væri hérna, vonandi er skemmtilegir krakkar, og sætar stelpur.
Síðan allt í einu heyrðist mér einhver vera að labba upp í háaloftið. Ég hætti að hugsa og byrjaði að einbeita mér alveg að hljóðinu. Ég stóð upp og starði á hurðina í herberginu, ég hlustaði með fullri einbendingu. Síðan heyrði ég aftur fótatak og var ég núna pottþéttur um að einhver væri uppi á háfalofti. Ég opnaði hurðina í herberginnu mínu. Ég labbaði hægt um ganginn, síðan allt í einu sá ég litla bróðir minn beint fyrir framann mig. Hann stóð í myrkrinu og horfði á mig. Ég talaði við hann, ég sagði nafn hans en hann svaraði ekki. Þetta hræddi mig ekki því að hann var vanur að labba í svefni. En samt var þetta svolítið skrítið. Hann átti herbergi á neðstu hæð, en samt var hann hérna, á 3 hæð. En ég pælti ekkert í því, bara leiddi hann aftur inn í herbergi. Ég var rosalega þreyttur var ekkert að pæla í því hvað ég var að gera, ég bara labbaði með hann inn í herbergi og sagði honum að leggjast í rúmmið og mér sýndist hann gera það. Ég var eiginlega líka að labba í svefni.
Ég labbaði svo aftur inn í herbergi, lagðist í rúmmið og stein sofnaði.

Ég vaknaði daginn eftir við mikil öskur. Ég hrökk upp og hljóp niður. Ég sá mömmu sitjandi við herbergi bróðir míns grátandi, og pabbi var hlaupandi um allt hús. Ég hljóp inn í herbergi bróður míns og ég sá bróðir minn, það var eins og hann hafi verið skorinn á háls, ég sá stóran blóðblett í rúminu.

Ég gat ekki andað, ég sá hann í nótt labbandi um húsið, svo mundi ég allt í einu fótatakinu upp í lofti. Ég var svo hræddur, svo rosalega hræddur. Ég var svo ringlaður, ég féll á gólfið, það leið yfir mig….

1 ári seinna.

Við sátum við matarborðið ég mamma og pabbi, ég horfði á herbergi bróður míns, það stóð autt. Enginn hefur farið inn í herbergi bróðir míns síðan að hann var drepinn, allavega ekki síðan að lögreglan rannsakaði herbergið hátt og lágt. Ég hætti að horfa á herbergið, ég var bara alltaf svo hræddur þegar ég horfi á það.
Lögreglan er mest hætt að rannsaka þetta mál, þeir hafa engar sannanir, hún hefur eiginlega gefist upp á þessu máli.
Við höfum því ákvað að flytja. Við gátum bara ekki átt heima hérna lengur. Við vorum búinna að pakka og flytja allt dótið í annað hús. Við löbbuðum út úr húsinu. Ég leit ekki einusinni við, bara labbaði inn í bíl. Við keyrðum í burtu frá húsinu. Loks þegar við vorum komin langt, langt frá húsinu lokaði ég augunum og hægt sofnaði.


10 árum seinna.

Ég stend hérna núna og horfi á það. Ég hef ekki séð það í 10 ár. Það fór hrollur um allan líkamann og ég skalf í hnjánum.
Ég er búinn að hugsa um hvað gerðist við bróðir minn, og marrið í háfaloftinnu.
Ég einhvernvegin veit að húsið átti eitthvað með dauða litla bróður míns að gera.
Ég varð að komast að því, og þess vegna flutti ég í það, og þetta var fyrsta nóttin.
Ég horfði á húsið meðan ég labbaði nær og nær því. Ég var svo hræddur, en ég varð að vera hugrakkur.
Nú stóð ég í ganginum og horfði á þetta stóra hús. Enginn hefur átt heima hérna síðan við fluttum svo það var svona næstum eins í útliti eins og ég sá það seinast.

Ég setti töskuna mína niður. Ég ætlaði mér ekki að eiga heima hérna lengi, leigði það bara af eiganda hússins, gömlum manni sem lét mig fá húsið fyrir lítinn pening.
Ég ætlaði mér bara að flytja hingað til að komast að því sanna. Komast að því hvernig litli bróðir minn dó.
Ég labbaði upp á þriðju hæð og horfði á gamla herbergið mitt, hér ætlaði ég mér að sofa í þessu herbergi.

Kvöldið skall á og ég lagðist upp í rúmmið. Fætur mínar skulfu af hræðslu. Ég heyrði ekkert en reyndi samt að halta mér vakandi. En ég heyrði ekki neitt svo ég sofnaði.

Viku seinna.

Ég hef dúsað hér í viku og ekkert hefur gerst. Ég lét vatnið renna í baðið, síðan settist ég í baðið og lokaði augunum. Ég hugsaði um bróðir minn og hvað gerðist við hann. Þetta hefur tekið sér bólfestu í huga mínu, hver drap bróðir minn.
Ég opnaði hægt augun. Mér brá rosalega yfir því sem ég sá, hræðslan greyp öll völd. Þarna hliðin á baðkarinu stóð litli bróðir minn, hann var alveg eins og hann var fyrir 11 árum. En hann stóð ekki einn. Þarna var líka lítil stelpa, hún horfði á mig, og það var eins og hún grét. Síðan horfði ég aftur á bróðir minn og það var eins og hann grét líka. Ég hrökk upp, og fór út úr baðinu, tók fötin mín og hljóp nakinn út úr húsinu. Ég ætlaði mér að fara eins langt og ég gat frá þessu húsi.
En allt í einu stoppaði ég. Ég fattaði svolítið sem ég hafði ekki hugsað út í áður. Herbergið sem bróðir minn svaf í, það gerðist eitthvað þar, en hvað. Ég ákvað að snúa aftur við.

Ég labbaði inn í húsið, labbaði hægt að herberginnu, herberginu sem hann dó. Ég ákvað að gista í þessu herbergi í nótt. Og ég fann einhvernvegin á mér að ég á eftir að uppgauta þetta allt saman í nótt. Hver drap bróðir minn og hver er þessi stelpa.

Kvöldið kom aftur, þótt að ég vildi óska að það kæmi ekki. Ég horfði á rúmmið í herberginu. Ég var svo hræddur. Ég lagðist í það og grét af hræðslu. Nú mun þetta allt vera skírt fyrir mér, ég bara finn það á mér.

Nóttin kom og ég var en vakandi, ég leit á klukkuna og sá að hún var nokkurn vegin það sama og áður. Heyrði ég nú marr í golfinu, ég horfði bara upp, og nú heyrði ég marrið nálgast og heyrði að það stóð manneskja alveg við rúmstokkin. Ég leit við og sá stelpuna sem ég sá áður með litla bróður mínum. Ég horfði á hana, en ég var ekki eins hræddur, það var eins og ég var tilfeníngar laus. Hún sagði mér að koma með sér, og ég hlíddi bara án þess að hugsa nokkuð út í það. Hún labbað með mig að lítilli hurð, það var svolítið skrítið að ég hafi ekki séð þessa hurð áður. Hún fór bara beint í gegnum hana en ég þurfti að opna hurðina.

Inn í þessu litla herbergi sátu 5 börn við lítið borð. Litla stelpan, svo svona unglings stelpa, 2 litlir strákar, og bróðir minn. Litla stelpan stóð upp og hélt á beittum hníf,hún labbaði að mér og sagði við mig, ‘’ ég er svo hræddur herra, ég vill að þú verður hjá mér’’. Hún rétti mér hnífinn. Það var eins og ég vissi hvað hún átti við, og mér fannst þetta sjálfsagt. Ég tók upp hnífinn og lagði hann við hálsinn á mér.
Allt í einu rankaði ég við mér, og lagði hnífinn frá mér. ‘’ Hvað er að’’ sagði stelpan. ‘’viltu ekki vera hjá okkur’’. Ég horfði á hana og hún byrjaði að gráta. Bróðir minn byrjaði svo að gráta og svo öll hin börnin. Ég horfði á bróðir minn, lokaði augunum og sagði svo loks ‘’nei’’. Ég opnaði augun og sá að öll börnin voru horfinn.
En á borðinu sá ég bók. Ég labbaði að þessari bók og sá á að á bókinni stóð húsið á hæðinni.

Ég opnaði bókina og á fyrstu síðu sá ég mynd af litlu stelpunni. Hún var í kjól, kjól eins og konur klæddust í árið 1700 og eitthvað. Ég sá fyrir neðan myndina að það stóð. Ásdís Ingólfsdóttir F. 1724. D. 1733. Og fyrir neðan það stóð, dánarorsök skorinn á háls.

Ég flétti á næstu blaðsíðu og sá mynd af tveimur litlum strákum. Og fyrir neðan myndina stó Einar og Páll Hjálmssynir. F. 1792. D. 1804. Dánarorsök skornir á háls.

Og svo fletti ég á næstu blaðsíðu og þar var mynd af ungri stelpu. Og fyrir neðan myndina stóð Jóhanna Gísladóttir. F 1901. D 1916. Dánarorsök skorin á háls.

Síðan flétti ég á næstu blaðsíðu og þar var mynd af bróðir mínum, hann stóð alveg eins og þegar ég mætti honum á ganginum fyrir 11 árum. Og fyrir neðan myndina stóð Vilhjálmur Vilhjálmsson F 1978. D 1989 dánarorsök skorinn á háls.

En svo sá ég að það var önnur síða, ég skalf af hræðslu, ég flétti hægt yfir á næstu síðu. Og á blaðsíðunni var mynd af mér. Ég missti bókina, og allt í einu fann ég mikinn sársauka í hálsinum, ég féll til jarðar og sársaukinn var rosalegur. En allt í einu hætti sársaukin. Svo birtist stelpan og horfði niður til mín.
‘’Herra ekki vera hræddur’’ sagði hún. ‘’Þetta er allt í lagi’’. Síðan var ég ekki hræddur. Ég var glaður, því að loksins vissi ég dánarorsök bróðir míns. Húsið drap hann. Ég stóð upp og horfði á stelpuna og síðan birtist bróður minn og hinir krakkarnir. Ég labbaði að þeim, og þau tóku öll í hendurnar mínar. Ég brosti til þeirra og þau brostu til mín. Allt í einu sagði stelpan ‘’ hæ pabbi’’. Ég brosti til þeirra, eina sem þau vildu var föður. Allir krakkar þurfa föður. Og hérna skulum við eiga heima sem fjölskilda, í húsinu á hæðinni.