Ég veit að eitt sinn elskuðum við hvort annað, tíminn leið svo hægt, áttum við 3 kvöldstundir saman, sálufélagar sem fundu hvort annað. Enginn koss var nauðsynlegur, ekkert nema faðmlag meðan við lágum og ég strauk hönd þína. Þú fórst heim til þín og ég fór heim til mín, lífið hélt áfram. Alltaf var jafn gaman að heyra rödd þína, alltaf svo kát og full af lífi. En gamla klisjan virðist alltaf sigra „Long distance relationships never work“, en alltaf hélt ég í vonina, dreymandi um mig og þig, þig og mig, saman.
En klisjurnar vinna, þær virðast alltaf gera það.