Hundurinn gekk eftir Laugaveginum og horfði í kringum sig…ráðvilltur á svip. Hann hafði verið að djamma alla nóttina og var nú að labba heim, klukkan að ganga þrjú um dag.
Það var þessi köttur sem hafði ælt á hann kvöldið áður sem hafði brætt hjarta hans. Hann hét Pétur og var með fitugan, hvítan, skítsælan feld, greinilega ekki farið í bað síðan móðir hans færði hann í þennan heim.
Hann gekk að brunahana, lyfti löppinni og meig bjórnum síðan í gær. Hann gekk hægt að pappakassanum sínum sem lá dauður á gangstéttinni við Hallgrímskirkju.
En hver haldiði að hafi legið þar í makindum og breimað??
,,ö-ö-öh“ stamaði hundurinn. ,,Nei sæll Bjarmi! sörpræs!” hálföskraði Pétur um leið og hann stóð upp og byrjaði að sleikja upp bjór af götunni. Oh, þessi sexý tunga! hugsaði hundurinn.
,,Pé-p-pétur! hva-hvað ertu að gera hérna??“ ,,Æj það var einhver gömul kelling að elta mig, ég ákvað að koma við hjá þér.. kannski leggja mig eða eitthvað”.
Barmi var þessi rólega týpa, feiminn og frekar.. ég held það sé óhætt að segja heimskur. ,,Áttu sígó?“ spurði Pétur með sínum kærulausa rómi. ,,Ööö.. ne-nei, ég hérna.. ég, ég eiginlega, reyki ekki”. ,,Oh fjandinn! En nenniru á röltið með mér uxi?“.
Uxi er eins konar orð yfir fallegan eða ”hot“ karlkyns hund.
,,Ég sko, var eiginlega að ko-koma heim.. og svo á ég eftir að..” ,,Æji hættu þessu kjaftæði og drullastu á röltið með mér!“
,,Já elskan!.. öööö, ég meina.. herra Pétur!” Flýtti Bjarmi sér að segja en datt um leið um ruslafötu sem lá á hliðinni. Hann gat ekki haft augun af Pétri. Þessi dularfullu gulu augu, það var eitthvað svo sjarmerandi við hann Pétur.. Hann bara vissi ekki hvað. Var það kannski Þessi dásamlegi feldur?
Pétur sveiflað hausnum létt til hliðar til að koma fitugum hliðartoppnum á réttan stað. þeir löbbuðu af stað, án þess að segja eitt einsata orð. Bjarma fannst þögnin frekar óþægileg svo hann byrjaði að blaðra: ,,Þú veist.. ég átti einu sinni heima í sveit“. ,,só??”
,,Nei ég meina bara.. nei vá.. sérðu skýið!“ tautaði Bjarmi hugsunarlaust og datt á hálkubletti og rann sirka tvo metra niður brekkuna. ,,Horfðu hvar þú labbar!” mjálmaði Pétur.
Nokkrir miðaldra hundar hengu fyrir utan sjoppuna og voru að ræða stjórnmál. Þeir þögnuðu þegar þeir komu auga á pétur og Bjarma sem voru að koma að sjoppunni. Allt í einu byrjuðu þeir að hvísla og flissa. ,,Jó, vodds öp Pétur?“ sagði einn þeirra. ,,Enga stæla Jói” sagði kötturinn og Heilsaði félaga sínum með með einhvers konar “gang” handabandi (eða “klíku” loppubandi).
,,Má ég kynna hann Bjarma.. Strákar þetta er Bjarmi, ég ældi á hann í partýinu hjá Floffa í gær. ,,Heeeey! Bjarmi, how you doin?“ sagði Jói (með Joey stíl). ,,Bjarmi, þetta eru félagar mínir í gay-cats and dogs (GCAD) félaginu.” sagði Pétur og brosti sínu blíðasta svo að grá-gular tennurnar glömpuðu í sólskininu. ,,sæ-sælir strákar“ sagði Bjarmi mjög hratt og andvarpaði til að drepa niður mest allt stress en það dugði ekki til svo hann dró upp asma-spústið sitt og pústaði sig.
Heilu klukkutímarnir liðu og allt í fullu fjöri hjá gay-klíkunni.
,,Jæja, kannski maður fari að tía sig heim í pappakassann.. ekkert búinn að sofa í tvo daga” sagði Bjarmi nokkuð viss um að enginn heyrði í sér. En honum skjátlaðist. ,,Ætlaru ekki að vera lengur?“ heyrði hann sagt fyrir aftan sig. Hann tók kipp og datt um svalafernu. Þá sá hann, þennan ofboðslega fallega og sexý hund klæddan bleikum magabol sem stóð á ”take me“, og var vafður í hvítan fjaðra trefil. Hann hafði ekki tekið eftir þessum dýrlega hundi í sjoppu-teitinu sem var búið að standa yfir í um það bil sex klukkutíma.
,,heh, hæ! ég heiti Beggi. Eins og þú kannski sérð þá er ég dragdrotningarhundur. Ég var líka valinn Mr. sexydog 2002.” ,,Óh.. hæ, ég heiti Bjarmi é-é-ég..“ hann komst ekki lengra. ,,Þú hvað? oh djössiss krúttið þitt maður stenst þig ekki!” sagði Beggi og dró Bjarma bakvið sjoppuna og byrjaði að sleikja á honum kinnarnar. Þeir keluðu í smá stund en hættu þegar þeir sáu að Pétur stóð þarna og glápti á þá með sínum stóru gulu augum.
,,Hann var bara að kenna mér að tefla!“ reyndi Bjarmi að afsaka sig en Pétur strunsaði bara í burtu.
,,Æj gefðu skít í hann!” sagði Beggi en Bjarmi hlustaði ekki á hann, sagði honum að bíða, blikkaði hann og fór á eftir Pétri.
Ég ætla að byrja með að senda þetta inn og ef ég fæ góð viðbrögð ætla ég að senda inn restina ;)
Kv. Lopa