Guli Trabantinn

Ég heiti Vanráður Kolbeinn Skaftason og ég hef átt
bensínstöðina Grænu dæluna í 30 ár. Ég hef flutt inn bensín
sem kemur frá Gúmalíu, en ég er eini starfsmaðurinn og um
leið eigandinn. Viðskiptin hafa alltaf verið góð og þarf ég ekki
að kvarta fjárhagslega. Síðastliðin 15 ár hef ég ekki haft opið á
mánudögum vegna atviks sem átti sér stað sumarið 1987.
Fólk hefur oft furðað sig á af hverju það er ekki opið á þessum
degi og halda sumir að það sé af einskærri leti. Svo er nú
samt ekki.


Sumarið 1987

Það var var sólríkur mánudagur um miðjan júlí og ég var
nýbúinn að mála nýja bensíntankinn fagurgrænan. Þessi
dagur var frábrugðinn öðrum dögum fyrir þær sakir að það var
dúnalogn og alveg hljótt á bensínstöðinni. Það var eins og
tíminn stæði í stað. Það hafði ekki einn einasti viðskiptavinur
lagt leið sína upp að stöðinni til bensínkaupa sem var
furðulegt því oft hafði verið mikið að gera einmitt á
mánudögum. Einu sinni hafði fólk oft notað mánudaginn til að
fylla á tankinn eftir helgarrúntinn eða sunnudagsbíltúrinn. Eftir
að ég var búinn að ganga frá málningardótinu fór ég að leita
að útvarpi til að drepa kyrrðina og ná hádegisfréttunum.
Loksins fann ég útvarpið og kveikti á því. Fréttirnar voru ekki
byrjaðar þannig að ég gekk inn í búðina og þar stóð maður
sem var niðurlútur og í rifnum fötum. Ég spurði hvort ég gæti
aðstoðað hann, en hann svaraði lágri röddu svo ég færði mig
nær honum, en þegar ég kom að honum var hann allt í einu
horfinn.

Þetta þótti mér undarlegt og leit út um gluggann. Fyrir utan var
gulur Trabant sem var mjög illa farinn. Er ég kom út greindi ég
tvær manneskur í bílnum og þegar ég var kominn alveg upp
að bílnum sá ég konu og barn sitjandi í honum með álút
höfuð. Ég var orðinn meira en hræddur á þessari stundu og
þorði varla að hreyfa mig. Eftir smá tíma hurfu þau líka og
núna var ég að ganga af vitinu. Það dró fyrir sólu og fór að
rigna.

Ég rauk inn og lagðist á grúfu fyrir aftan afgreiðsluborðið svo
hræddur að ég þorði ekki að hugsa um það sem hafði gerst.
Eftir stutta stund reis ég á fætur og leit út. Bíllinn var horfinn og
sólin varfarin að skína aftur. Þá heyrði ég í útvarpinu að
fjölskilda hefði látist í bílslysi ekki nema í 5 km. fjarlægð frá
bensínstöðinni og að þau hafi verið í gömlum Trabant.

Næsta mánudag gekk allt sinn vana gang, en engin voru
viðskiptin eins og vikuna áður. Um hádegið kom maður inn í
verslunina niðurlútur og í rifnum fötum eins og vikuna áður.
Ég hljóp út og sá að þar var Trabantinn kominn. Þetta var
alveg nóg fyrir mig. Eftir þetta sef ég alltaf til hádegis á
mánudögum og bíð uppi í rúmmi þangað til að hættir að rigna
og sólin rír aftur. Í nokkur ár á eftir sá ég stundum gulan
Trabant fyrir utan og þá fór ég bara upp og lagði mig aftur. Í
dag kemur hann ekki lengur nema á mánudögum og þá er
lokað hjá mér.