ÖRLAGAVALDURINN.

Hún opnaði augun og leit í kringum sig. Höfuðverkurinn var ótrúlegur og hún lá þarna máttlaus með verki út um allan líkamann. Hvað var það sem hafði gerst í gær? Jú, hún mundi nú eitthvað.
Hún renndi augunum eftir loftinu, niður veggina, út að glugganum og til baka að hurðinni. Þetta var lítið herbergi og eigandinn var sá sem breiddi þarna úr sér við hliðiná henni. Hún virti hann fyrir sér. Hann svaf svo vært. Hver var hann, þessi undravera sem hafði birst henni í gær? Hversvegna birtist hann og hversvegna þurfti þetta að gerast?
Hún hugsaði um atburði næturinnar og hverjar afleiðingarnar mundu verða. Ekkert mundi verða eins og áður, nú mundi allt breytast. Örlaganornirnar höfðu verið á sveimi í nótt og þær höfðu sent þennan örlagavald til hennar svo að hann mundi geta breytt lífi hennar að eilífu. Nú var tími frelsisins búin, nú tók alvaran og ábyrgðin við.
Hún gat í raun kennt sjálfi sér um líka, hún haði tekið þátt í að skapa örlögin, án þess að hugsa, hún hafði hreinlega gleymt sér, gleymt að hugsa, gleymt að passa sig. Hún sem hafði alltaf sýnt gætni og í þetta eina skipti hafði hún ekki hugsað og þá mundu afleiðingarnar fara á þennan veg. Hvað gat hún gert? Hún óskaði þess svo heitt að geta tekið þetta til baka, en hún gat það ekki. Nú þýddi ekki að vera með neina sjálfsvorkun, hún varð að taka afleiðingum gjörða sinna. Hún hefði getað komið í veg fyri þetta en hún hafði ekki haft vit til þesss að gera það. Allt sem henni hafði dreymt um að gera, það mundi allt breytast og hún gæti örugglega aldrei látið drauma sína rætast. Hún yrði aldrei ung aftur og nú var hún búin að tapa því sem hún átti eftir af æskunni og frelsinu, besta tíma lífsins. Hverng mundi hann bregðast við, vel eða illa? Ef til vill þarf hún að standa í þesssu öllu saman alein með enga stuðning. Það yrði henni ofraun. Hún var allt of ung, hún var ekki orðin nógu þroskuð og lífsreynd til að geta borið svona mikla ábyrgð. Þetta átti aldrei að gerast strax. Þetta átti að gerast seinna þegar allt mundi vera tilbúið og þegar hún væri orðin nógu þroskuð til þess. Það átti aldrei að gerast svona, óskipulagt og óvelkomið. En það gerðist samt. Örlaganornirnar virðast hafa tekið sínar eigin ákvarðanir án tillits til nokkurs annars en það sem þeim hentaði. Þær þurftu að eyðileggja enn eina ævi, hennar ævi. Og ekki bara hennar, heldur líf fleira fólks, líf ófædds einstaklings.
Hún gat ekki barist á móti lengur, hún varð að hleypa tárunum út. Og þau streymdu í stríðum straumum niður vangann, lengi, lengi. Aðeins tárin, ekki ópin sem börðust um í brjóstinu á henni, reiðin, eftirsjáin. Tárin, og henni sveið undan þeim þegar þau runnu niður vangann. Það var svo margt að gerast inní henni núna. Allstaðar inní henni. Líka í hjartanu og huganum. Hún fann hvernig það kviknuðu nýjar tilfinningar, nýjar hugmyndir og nýttt líf. Og enginn vildi það nema örlaganornirnar, sem núna eflaust sveimuðu í kringum hana, hlæjandi.
Hún leit aftur á hann, örlagavaldinn, þann sem nú mundi breyta lífi hennar, þann sem hafði svipt hana því sem hún hafði átt, frelsinu og æskunni. Þann sem hafði lagt á hana þessa miklu ábyrgð án þess að hafa hugmynd um að hafa gert það. Þau sem þekktust ekki neitt en höfðu nú kveikt nýt líf án þess að hafa ætlað það eða viljað. Þau sem höfðu gleymt sér eitt andartak og ekki hugsað um afleiðingarnar. Bæði ung og vitlaus. Það ólgaði allt ínní henni en hann svaf enn svo vært. Eflaust ekki lengi þó. Hún mundi aldrei sofa svona vært aftur. Hún mundi aldrei verða áhyggjulaus og aldrei frjáls. Hún var búin að tapa öllu sem hún hafði átt og hún mundi eignast eitthvað nýtt í staðinn. Eitthvað sem hún vildi ekki eiga. Hún hefði átt að hugsa, bara að hún hefði ekki gleymt sér þetta eina andartak. Þá hefði allt farið á annan veg.
Hún heyrði að regndroparnir voru farnir að skella fast á rúðuna. Og það rigndi og rigndi og það áti örugglega eftir að rigna í langan tíma, og ekki bara fyrir utan gluggann.

mks