Nokkuð hefur borið á því undanfarið að notendur /skoli séu að senda inn efni sem greinar, sem ekki uppfylla lágmarkskröfur sem slíkar og hefur þeim því oft verið komið fyrir á korkunum sem þráðum.
Grundvallarskilyrði fyrir því að við samþykkjum efni sem greinar á /skoli eru:
* Efnið verður að vera að lágmarki 6 málsgreinar.
* Efnið verður að vera uppbyggilegt og til þess fallið að auka fróðleik annarra notenda.
* Efnið verður að vera laust við stafsetningarvillur (við fyrirgefum örfáar innsláttarvillur en sættum okkur ekki við texta sem er á mörkum þess að vera læsilegur fyrir stafsetningarvillum).
* Ef við á skal vísa til viðeigandi heimilda.
* Vinsamlegast notið lýsandi og viðeigandi fyrirsagnir og myndir með greinunum. Ef þið finnið engar viðeigandi myndir með greininni notið þá enga mynd.
* Greinarnar mega ekki vera ærumeiðandi eða til þess fallnar að rakka niður annan aðila.
Að öðru leyti vísum við í almennar siða- og umgengnisreglur Huga.is.
Við stjórnendur áhugamálsins áskiljum okkur rétt til að eyða þeim greinum sem að ekki fylgja ofangreindum skilyrðum, eða flytja efnið yfir á korkana. Sjáum við fleira athugavert við greinarnar en kemur fram hér að ofan áskiljum við einnig rétt til eyða efninu eða flytja það á korka.
Bestu kveðjur, stjórnendur.