Þó svo að fyrsta Gettu betur mótið hafi farið fram 1986, þá var það ekki fyrr en árið eftir að farið var að veita varanlegan farandgrip til þeirra skóla sem sigruðu hvert ár fyrir sig. Því gaf Sjónvarpið gamlan hljóðnema sem notaður var í Ríkisútvarpinu á 5. áratugnum, gullhúðaði hann, og setti hann síðan í umferð 1987.