Það eru til fullt af dæmum um þetta, helling af fólki er lesblint (mis-lesblint reyndar) og það gildir um marga að þurfa að læra meira en aðrir… Fólk er svo mismunandi, sumum nægir að læra jafnt og þétt yfir árið og er þá klárt fyrir lokapróf, sumir eru einfaldlega með lélegt minni og þurfa þá væntanlega að leggja meira á sig en þeir sem ég nefndi fyrir ofan. Svona er þetta bara og með fullri virðingu fyrir þér ætti það ekkert að vera neitt helvíti fyrir þig að komast í gegnum prófin ef þú leggur þig bara fram jafnt og þétt yfir önnina að hlusta og vinna í tímum o.s.frv…Þó ég skilji alveg að þetta sé auðvitað erfiðara fyrir lesblinda en fyrir aðra.
Reyndar finnst mér að það megi bjóða upp á fleiri möguleika til að hjálpa þeim sem virkilega eru lesblindir - t.d. koma fleiri hljóðbókum í umferð og svona.
Gangi þér annars vel.