Nei hvur andskotinn, nú get ég ekki orða bundist.
Hvenær byrjaði Menntaskólinn að nota þessi blábjánalegu númer í faganöfnin? Hvenær breyttist þýska í þriðja bekk í ÞÝS301?? Ég hélt að svona ósómi tíðkaðist aðeins hjá óæðri menntastofnunum. Heimur versnandi fer!
Og hvenær byrjaði Menntaskólinn á því plebbalega athæfi að birta einkunnir á hinu svokallaða ,,Interneti" í rafrænu formi?? Hvað á þetta að þýða? Er allt gert til þess að útrýma sérstakleika Menntaskólans? Er allt gert til þess að steypa hann í sama vélræna mótívið og aðrar (óæðri) menntastofnanir? Og hvað næst? Verður lagður marmari upp tröppur Gamlaskóla?
Nú er af, sem áður var,
allar stundir snauðar.
Menntaskólans minningar
mér nú sýnast dauðar.
http://www.hugi.is/ljod/articles.php?page=view&contentId=5648346