Ég skil hvað þú meinar og reyndar er ég alveg sammála þér í því tilfelli.
Að vera sálfræðingur eða námsráðgjafi telst t.d. GOTT starf, og þú þarft ekkert að vera rosalegur stærðfræðingur í það, þú getur vel gegnt starfi kennara í hinum og þessum námsgreinum án þess að kunna stærðfræði/raungreinar, þú getur verið í því að skrifa bækur og ýmislegt annað án þess að vera vel að þér í þessum fögum, ég veit það vel…
Ég er bara meira vísindalega sinnuð að eðlisfari. Ég hef ekki mikla reynslu af því að hitta sálfræðinga svo sem en flestir sem ég hef komist í kynni við á þessu sviði (þá á ég við félagsvísindi, ekki málavísindi) er mér strax illa við og líður illa í kringum af einhverri ástæðu, þeir fara í taugarnar á mér… Og það er nota bene yfirleitt eftir að ég veit að þau eru sálfræðingar, námsráðgjafar, félagsfræðingar, hvað sem það er, ég bara fíla ekki þetta fólk í mörgum tilfellum (þó dæmi ég fólk vitanlega ekki eftir starfi, ekki draga ranga ályktun hér, ég gef öllum sjéns). Eflaust hefur það hent þig að vera illa við manneskju bara vegna þess að þú hefur slæma tilfinningu fyrir þeim, það er ekki alltaf einhver ákveðin ástæða?
Hvað þessar námsgreinar varðar hefur mér líka alveg gengið vel í félagsvísindum, mjög vel, sögu líka, en mér finnst þetta svo tilgangslaust vegna þess að félagsfræði virðist frekar mikið vera almenn vitneskja og ég hef ekkert að gera við sögu í framtíðinni… Hvað gera sagnfræðingar t.d., annað en það eitt að vera sagnfræðingar?
Annars er stærðfræði grunnurinn að mjög mörgu, hvort sem þú ætlar að vera að vinna í búð, byggingameistari, lyfjafræðingur að vinna með efni, þá þyrftiru sitthvað að kunna að reikna út líka, bankastarfsmaður (þó það sé víst ekki eftirsótt núna, haha :P) og fleira. Þó ég þekki alveg fólk sem kemst ágætlega í gegnum lífið án þess að geta ráðið flóknustu jöfnur þá finnst mér það samt gegna talsvert miklu hlutverki að kunna grunnstærðfræði, þú getur varla verið ósammála því er það?
Tja spurning hvort þetta sé allt jafn mikilvægt, ég veit ekki, það er það bara ekki út frá mínu sjónarhorni, ég skal samt ekki vera að taka það frá öðrum ef þeim finnst félagsfræði vera mikilvægari grein; ég get einfaldlega bara ekki skilið það, á neinn hátt.