Hehe dáldið seinn að svara.
Ef þú ferð í MR færðu mun betri undirbúning í flest öllum sviðum í námi þannig að þegar þú kemur í háskóla, hvort sem það er hér á landi eða í útlöndum, þá muntu líklega standa þig betur en þú hefðir gert hefðirðu t.d. farið í FB. Það þarf líka meira en góðar einkunnir til að komast inn í klassa skóla eins og t.d. Harvard. Þú þarft góð meðmæli, helst frá einhverjum sem hefur stundað nám í viðkomandi skóla. Hvað heldurðu að það séu margir úr FB sem fara í mjög góðan háskóla og hvað heldurðu að það séu margir MR-ingar. Ég mundi giska að 10 sinnum fleiri MR-ingar komist inn í góða skóla.
Svo má ekki gleyma því að margir byrja háskólanám hérlendis og fara svo seinna út til að sérhæfa sig. Þar eru MR-ingar líka með mjög mikið forskot. T.d. eru laangflestir í læknadeildinni úr MR. Svo eru MR-ingar sérstaklega vel undirbúnir fyrir greinar eins og verkfræði. Fyrsta ár í háskóla er oft eins og hálfgerð upprifjun fyrir MR-inga þannig að það er ekkert mál að fara í háskóla hér, rústa prófunum og komast auðveldlega inn í góðann skóla og standa sig þar.