Já einmitt, allavega þegar maður stendur við markmiðin sín. Tala nú ekki um ef að maður lærir eins og brjálæðingur fyrir próf og gengur svo geðveikt vel í því, það er æðislegt.
Já, það er geðveik tilfinning. Síðustu tvær prófavikur hafa verið bara stress og svefnleysi hjá mér. En í staðin hef ég aldrei staðið mig betur. Og það er svo þess virði!
heh, bara mismunandi lífsskoðanir, fíla bara ekki að vera eithvað að mæta í skólann og vera bara eithvað að læra, finnst það bara leiðinlegt og tilgangslaust, læri yfirleitt allt bara sjálfur fyrir próf og finnst það bara þægilegt.
Alltof mikið af tilgangslausum verkefnum sem láta mann ekkert læra, heldur stuðla bara að því að maður fer að hugsa þannig að maður fái bara eithverja skítsæmilega einkunn í staðinn fyrir að læra eithvað.
Akkúrat, snýst allt um þessa lokaeinkunn á meðan öllum er svosem skítsama hvort þú lærir eða ekki, svo lengi sem þú nærð að troða öllu í þig daginn fyrir próf og halda því inní hausnum á þér þangað til daginn efir.. Í raun finnst mér að öll próf ættu að vera skyndipróf, þá fyrst færi fólk að fylgjast almennilega með í tímum, lesa heima etc.. Allavega fólk eins og ég :p
Af því inni í stofunum er eitthvað minna hægt að fylgjast með okkur því í stofunum er minna pláss, sem þýðir að fleiri starfsmenn þyrftu að vera á vakt til að sjá um okkur, sem er ekki hægt því kennararnir eru svo busy á þessum tíma.. Ég spurði Gísla að þessu einhverntímann í fyrra :P
Ef ég væri svo heppinn að fá að taka próf í innganginum þá mundi ég aldrei vilja lenda akkurat við hurða, ég þyrfti alltaf að lýta út. Það sést meiri segja í gaur þarna gægjast út:P
Í augnablikinu eru “miðannapróf” í gangi hjá mér. Það eru kannski ekki formlega miðannapróf, en þegar kennarar þurfa að fara að gefa miðannamat drífa þeir sig allir að setja fyrir kaflapróf. Frekar pirrandi að taka próf úr öllum áföngunum á 1-2 vikum :/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..