Undirbúningurinn er algerlega undir nemandanum kominn.
Ef nemandinn er góður nemandi sem undirbýr sig vel skiptir ekki máli í hvaða skóla hann fer.
Ég er síst verr undirbúin en nemandi úr MR undir háskólanám eða annað framhaldsnám. En ég fyrir vikið borga lægri skólagjöld, lægri ferðakostnað og svo framvegis, en nágranni minn sem fer í MR.
Það er sama námskrá fyrir alla skóla landsins.
Síðan er það nú þannig að það er ekki skólinn sem skapar nemendurnar heldur nemendurnir sem skapa skólann. MR hefur há inntökuskilyrði og því geta aðeins góðir námsmenn sótt skólan, þar af leiðandi gengur honum vel í gáfukeppnum og kemur vel út í prófum, en það er ekkert sem segir að það hefði endilega gerst ef hverjir sem er gæti komist inn í skólan.
Og síðan eru gáfukeppnir afar lélegur grundvöllur til samanburðar og segir afar lítið um gæði skólanna. Til dæmis hefur minn skóli ekki riðið feitum hesti frá svona keppnum en hann er síst verri en aðrir skólar, það er bara ekki þessi hefði fyrir svona keppnum eins og er í MR og ekki eins mikill metnaður er lagður í þjálfun og þess háttar.