Á þetta að vera grín?
ÉG er búinn að vera í Borgarholtsskóla í 4 ár (er loksins útskrifaður :) og fólk er alltaf að segja að þetta sé skóli fyrir þá sem ekki nenna að leggja sitt af mörkum í náminu..
Þetta er einfaldlega mesta rugl sem ég hef heurt lengi..
Ég er einn af þeim sem stóð sig einna best í tungumálanámi í skólanum og ég þekki krakka sem gerðu slíkt hið sama í Versló, MS, MH og fleiri skólum og þeir standa ekkert betur að velli en ég þeim greinum.. Ég efast ekki að það á við um fleiri greinar líka..
ÉG held að skólinn sæti þessari gagnrýni einna mest sökum þess að í skólanum eru kenndar iðngreinar og þá er eins og fólk haldi að það þurfi ekkert að leggja á sig til að komast í gegn um skólann en ég fullyrði það að iðnnám er ekkert auðveldara en bóknám .. sama hvaða skóla þú miðar við..
Mér blöskrar svona gagnrýni og mig langar að vita .. í hvaða skóla ert þú?