Ég spurði flugmann að þessu og hann sagði að bensíntankarnir væru einangraðir svo ef elding fer í vélina kveikir hún ekki í því, rafkerfið er með rofum sem slekkur á því í smástund þegar eldingin skellur á svo það skemmist ekki, eldingarvarar eru á vængjum til að leiða frekar eldinguna í kringum vélina og svo er flugvélaskrokkurinn eins og Faraday búr þannig að ef elding lendir á honum þá stoppar hún á skrokknum en fer ekki inn í vélina. Hleðslan á skrokknum lekur svo út í andrúmsloftið þegar vélin flýgur áfram.
Ég veit ekki hvernig þetta er á skipum en býst við að elding fari í mastrið þannig að kannski er nóg að einangra það frá restinni þannig að hleðslan sé bara í efsta hluta masturins og eyðist þar eða leiða eldinguna niður í sjó einhvern veginn án þess að hún hlaupi í allt annað.