Hæ! Ég aftur!
Allavegana! Ég er að útskrifast úr MH af náttúrufræðibraut og ég skal útskýra eftir bestu getu hvernig þetta virkar allt saman.
Röð vals: (miðum við að MH sé í fyrsta sæti og MR í öðru). Ef þú kemst ekki í MH þá vill MR ekki taka við þér því þú setur þann skóla í annað sæti. MR tekur því þannig að þú sért ekki ákafur í meiningu þinni í að komast inn og neitar þér.
Ef þig langar meira í MH þá hefuru hann þar. Ef þig langar meira í MR, þá seturu hann í fyrsta sæti.
Þú gerir þér samt vonandi grein fyrir því hvað skólarnir eru ólíkir námslega séð. Í MH, og þá sérstaklega á opnu brautinni, eru möguleikarnir á námi óteljandi. Þú í rauninni ræður náminu þínu gjörsamlega og getur fengið ýmislegt metið inn, t.d. ef þú ert í tónlistarnámi (en þá bara allt eftir miðpróf). Í MR ertu í bekk þar sem þið farið öll í nánast það sama, það er ekki fyrr en mjög seint, í 5-6. bekk minnir mig, að þú getur fengið metið inn í skólann. Líka, ef þú byrjar í MR þá færðu sama sem ekkert metið inn í aðra skóla ef þú ákveður að skipta og munt þurfa að berjast fyrir því. Það er minna mál ef þú ferð úr MH í annan fjölbrautarskóla. (Ef þig langar í bekkjarkerfi en samt svipaða pælingu og MH þá ættirðu að skoða Kvennó).
Munurinn á brautunum: Ég útskrifast úr gamla kerfinu. Það er svolítið frábrugðið þessu nýja sem var verið að innleiða í skólann núna í haust. Ef þú ferð á náttúrufræðibraut (skv gamla kerfinu) þarfu að fylgja ákveðjum kjarna sem þú VERÐUR að taka. (T.d. í kerfinu sem ég útskrifast af er það þannig að ég þurfti að taka 5 stærðfræðiáfanga, 2 jarðfræði 5 íslensku, 3 ensku og tvö í dönsku). Svo er kjörsvið, þar máttu velja milli nokkurra faga og verður að taka ákveðið margar einingar í því, svo er smá frjálst val. Ef ég skil opnu brautina rétt þá þarft þú sjálfur að setja saman hvað þú ætlar að taka í kjarnann, og verður þá að sitja við það. Það er takmarkað hvaða fög þú getur sett í kjarnann, því það er bara kennt takmarkað í sumum áföngum (t.d. bara einn áfangi í rússnesku og þá kemst hann ekki í kjarnann). Svo geturðu alltaf skipt á milli brauta eftir að þú ert kominn í skólann. Námsráðgjafarnir hjálpa manni mjög vel og svo fara allir í áfanga á fyrstu önninni þar sem fólki er kennt á kerfið og allt það.
Gangi þér vel!
ps. ég er ótrúlega glöð að ég hafi farið í MH, hef eignast ómetanlega vini þar og eftir að ég fattaði kerfið (sem var því miður ekki fyrr en á þriðja ári) þá sá ég hvað skólinn er frábær í alla staði.
Oooog nú verð ég klökk...Mun saknans :c