Ég veit ekki hvort IB brautin í MH myndi henta fyrir læknanám....Þetta er alþjóðleg braut, allt kennt á ensku og ég er ekki viss hvort að þú getir tekið allt þar sem þarf til að geta tekið inntökupróf í læknanámið í HÍ. Hér geturu lesið meira:
http://www.mh.is/ib Og NB!!! IB nemarnir virðast eiga sitt eigið félagslíf miðað við okkur hin sem erum á ''venjulegu'' brautinni og ég hef það á tilfinningunni að það sé alltaf miklu meira gaman hjá þeim heldur en okkur... Allavegana alltaf klikkað fjör inná Miðgarði og þau virka öll eins og rosa góðir vinir, ekki það samt að ég viti eitthvað um það, bara það sem ég fæ á tilfinninguna af því að sjá þessa gleðipinna á göngunum :))))
Ég er á náttúrufræðibrautinni (gömlu! ATHUGAÐU AÐ: það er verið að breyta námsskránni í MH og kerfinu þar. Allir sem byrjuðu haustið 2012 og allt eftir það munu vera í nýja kerfinu og útskrifast með 240 feiningar (já, með F-i) í stað 140 eininga, ég skil ekki alveg nýja kerfið en mér skilst að það sé ekki það ólíkt gamla kerfinu sem náminu viðkemur). Allavegana. Ég er á náttúfræðibrautinni og ég veit fyrir víst að með útskrift af henni og að taka rétta aukaáfanga sem eru ekki skylda getur veitt þér leyfi til að sækja um læknadeild. Kennslan er alveg fín en ég er alltaf að meira og meira að uppgötva hvað ég er á vitlausri braut svo ég er kannski ekki marktæk...:p En flestir kennararnir vita hvað þeir syngja og ef maður er duglegur að læra heima, mæta í tíma og ekki vera fáviti þá ætti þetta ekki að vera mikið mál ;)
Félagslífið er mjög svo fjölbreytt...vægast sagt.. MH er líka fjölbrautarskóli þannig að það er alls ekki víst að þú verðir alltaf með vinum þínum í tíma. (þ.e.a.s. ef þú eignast einhverja...)
Annars veit ég fyrir víst að MR er með mjög góða náttúrufræðibraut, mjög krefjandi að sjálfssögðu en ef þú heldur að þú munir fýla bekkjarkerfið þá er alveg hægt að prófa :) Veit líka um strák sem útskrifaðist úr MR og er núna í útlöndum í læknanámi og er mjög ánægður.
Vertu bara dugleg samt að bara einfaldlega fara í skólana og fara á skólakynningar (ef þeir bjóða upp á það) og fylgjast með og sjá hvað þér líst best á! :) En svo ekki gleyma að ef þú finnur að þetta er ekki eitthvað fyrir þig þá skipta eins fljótt og þú getur um braut (elskaru krefjandi stærðfræði? hvað finnst þér um efnafræði? en eðlisfræði? en líffræði? viltu kunna byggingu líkamans og virkni minnstu starfseininga hans?) áður en það er um seinan eins og hjá mér ;) Ætlaði alltaf í lækninn en er alltaf að uppgötva meira og meira hvað annað togar í mig :)