Uh. Ég myndi samt ekki vera svo djörf að segja að MR byggi fólk best undir háskóla. Finnst þetta hálfgerður hroki í MRingum að fullyrða svona því að það hefur aldrei komið nein rannsókn sem sýnir fram á þetta. Jújú, sumir segja að það sé aðeins auðveldara fyrir krakka úr MR að fara í t.d. HÍ en það er víst ekki nema fyrstu önnina. Það er víst lögð áhersla á sjálfsstæð vinnubrögð í MR (að mér skilst) og það á eflaust vel við um í Háskólanámi og hjálpar ef til vill eitthvað örlítið svona í byrjun. Ekki það að ég efist um „gæði“ MR en mér finnst að þú mættir lækka í þér hrokann. Enginn skóli er eitthvað betri en annar (óháð frekara námi seinna á Háskólastigi). Það fer einfaldega eftir fólki og hvers konar námi það er að leita eftir.
Og ekki misskilja mig, ég er ekkert á móti MR persei, áræðanlega fínasti skóli, þekki alveg ágætlega mikið af MRingum, bæði núverandi og fyrrverandi. Þau völdu MR meðal annars vegna áræðanleikans í bekkjarkerfinu sem og orðspori skólans um að vera einkar góður menntaskóli og áræðanlega vegna þess að þau vissu nákvæmlega hvað þau vildu læra. Þetta er allt fínasta fólk, með þann eiginlega sameiginlegan að vera frekar straight-forward fólk sem er til í að leggja mikið á sig fyrir námið.
Ps. Djöfull eru MRböll samt langbestu menntaskólaböll sem ég hef farið á. Díses...