Bestu leiðirnar eru, í réttri röð:
1. Að þekkja utanbókar kyn orða, sem þú lærir með því að lesa þýskan texta með orðabók handhæga.
2. Þekkja þumalputtareglurnar, sem eru almennar og
ekki algildar.
3. Vita kynið á íslensku og vona að það vilji svo til að það sé eins á íslensku.
Þumalputtareglurnar eru:
Karlkyn: ender á -er og táknar geranda (der Lehrer), endar á -ig, -ing, -ich, nafnorð afleidd af stofni sagna (der Tanz, af tanzen).
Kvenkyn: enda á -e, -in, -ei, -heit, -keit, -ung, -schaft, -tät
Hvorugkyn: enda á -chen, -lein
Eins og ég segi, er leið eitt best, lestu textan í kennslubókinni (því í henni birtast orðinn sem þú þarft að kunna skil á), svo í hvert skipti sem þú rambar á orð sem þú þekkir ekki, skrifar þú það niður ásamt merkingu þess, kyni og fallbeygingu í eintölu og fleirtölu, með ákveðnum og óákveðnum greini. Það er gott að nota svona spjöld (e.
flashcards), þar sem þú skrifar orðið öðrum megin og töflu með öllum beygingarmyndum ásamt þýðingu orðsins hinu meginn. Svo safnar þú í bunka öllum orðunum og ferð reglulega yfir bunkan, lest orðið, reynir að rifja upp beygingarmyndirnar og athugar svo hvort þú hafðir rétt fyrir þér. Mæli með því að þú lesir Wikipedia greinina um flashcards til að sjá út á hvað aðferðin gengur, það er líka til alls konar hugbúnaður sem hægt er að nota fyrir stafræn
flashcards.