Kæri nemandi

Varst þú búinn að heyra af því að það á að stytta sumarfríið þitt um
þrjár vikur??? Ástæðan fyrir því er að foreldrar krakka í yngri
bekkjum nenna ekki að sjá um þau lengur og vilja halda þeim í
skólanum allt árið svo að þau geti unnið meira og fengið meiri
peninga. Við sem erum í eldri bekkjunum getum aleg séð um okkur
sjálf í fríunum en erum bara svo “óheppin” að vera þarna á milli.
Líka það að menntamálaráðherra vill að Ísland nái flestum öðrum
löndum og verði með sex vikna sumarfrí. Málið er bara að sumarið á
Íslandi er svo stutt að við þurfum ekki jafn mikið á haustfrí,
vetrarfrí eða öðru eins að halda eins og hin löndin. Sættir þú þig
við það að sumafríið þitt sé stytt um þrjár vikur því að þú ert
“óheppin/n” og menntamálaráðherra vill vera eins og önnur lönd? Ég
sætti mig allaveganna ekki við það.
Á sumrin er hægt að fara niður í bæ, skemmta sér með vinum sínum í
sólinni og fara í ferðalög í góða veðrinu… þetta er ekki hægt að
gera í haustfríinu eða vetrarfrínu án þess að vera úti í skítakulda
í dúnúlpu og kuldaskóm.
Þess vegna höfum við hugsað okkur að mæta fyrir framan alþingishúsið
1.júní kl.17:00 og mótmæla þessu við menntamálaráðherra… við
viljum lengra sumarfrí… skrifaðu þetta hjá þér, mundu eftir þessu
því að þetta er ekkert grín, þegar þú ferð að hugsa útí þetta þá
muntu átta þig á því að það er brotið á rétti þínum!!!!
sendu þetta til allra sem þú þekkir í eldri bekkjum grunnskóla,
hvort sem þeir eru vinir þínir eða ekki, og segðu þeim sem eiga ekki
e-mail frá þessu. Við sættum okkur ekki við það að sumafríið sé
stytt svona mikið og sumarið þar með líka.


fuck the system ;)
takk fyrir…..


Old Chevy's never die, they just go faster