Ég glími við lestrarörðugleika, ég á erfitt með að lesa mér til gagns. Þegar ég hef á annað borð byrjað á bók þá hef ég sjaldnast getað klárað hana, er oft með hugan ósjálfrátt við eitthvað allt annað og man því ekkert sem ég las, eða ef ég er með hugan við bókina þá þarf ég að lesa svo djöfulli hægt til að ná samhenginu að það er varla að maður nenni að eyða öllum tímanum í það. Ég er með lestrarhraða á við lítið barn ef ég á að skilja það sem ég er að lesa.