Skal brjóta ísin fyrst enginn vill, en ég var stuðningsmaður FSN.
Kvennó var með yfirhöndina allan leikin og trjónuðu í 200+ stigum yfir FSN í öllum stigaflokkum nema geðþóttastuðli, þar voru fsnarar 40 stigum yfir.
Ég og Frummælandinn höfum áður keppt, en vorum ekki að nenna að keppa í ár svo fsn æfði bara í 2 daga, og stutt í þessa 2 daga. Ræðurnar okkar voru þvættingur sem við drógum útúr rassgatinu á okkur og seinni ræðan mín var skálduð á staðnum, meðan allir liðsmenn kvennó stóðu sig mjög vel, hrepput sigurinn og Stuðingsmaður Kvennó, Ólafur Heiðar fékk titilinn ræðumaður kvöldsins. Sætaröðin á einstökum ræðumönnum var sem slík
Kvennó Stummi:1 með 500 og einhvað stig
Kvennó Memmi:2 líka með 500 og einhvað stig
Kvennó Frummi:3 Með 400 og einhvað stig
Fsn Stummi:4 Með 400 og einhvað stig(ég)
Fsn Memmi: 5 Með 300 og einhvað stig(nýliði)
Fsn Frummi: 6 með 200 og einhvað stig
Fsn kemst seint langt í Morfís enda lítill áhugi þar fyrir keppninni og þjálfaraleysi einkennir æfingarnar(vegna fjárskorts, en félagið hefur nokkur hundruð þúsund kr. til ráðstöfurnar og er Morfís ekki framarlega á merinni), sem og fíflagangur. Ég og Frumminn ákváðum þegar við heyrðum að við færum gegn erfiðum skóla eins og Kvennó að við ættum bara að hafa gaman af keppninni, og gefa gestunum skemmtilega sýningu sem ég tel að hafi tekist fullkomlega.
Undirbúningurinn sást vel í keppninni þar sem Kvennó var með stóran bunka tilbúinn af svörum meðan við höfðum blað og penna sem við skrifuðum á jafnóðum. Tækni mín í Morfís hingað til hefur verið að spinna ræðurnar á staðnum eftir eftir því hvað andstæðingarnir segja, sem virkar því miður ekki fyrir alltaf eins vel og ætlast er til.
Kvennó voru betur þjálfaðir, betur undirbúnir og betri ræðumenn og áttu sigurinn fullkomlega skilið, meðan ég hafði gaman af tækifærinu til að segja brandara upp í pontu. Af þeim tvem ræðuefnum sem ég hef stungið uppá fyrir morfís og voru valin voru það Með ofbeldi núna, og með þrælahaldi í fyrra sem var líka skemmtileg keppni þrátt fyrir tap FSN. Skyldi ég njóta þeirrar ánægju að fá að keppa aftur(sem er ólíklegt vegna mögulegrar útskriftar) skal ég ef til vill reyna að heilla dómarana, frekar en salinn.
Verst að háskólinn býður ekki upp á neitt jafnskemmtilegt og Morfís.
Bætt við 22. nóvember 2011 - 16:51
Stig Frumma FSN eru víst vitlaus herna uppi, en stig frá oddadómaranum gleymdust, en búið er að lagfæra það og má sjá í Excel skjali á morfís.is.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.