Að hluta til rétt, að hluta til kolrangt.
Það er hægt að greina gæði kennslunnar á amk 2 mismunandi vegu:
- Viltu læra sem mest/komast sem lengst í námsefninu?
- Viltu fá kennslu við þitt hæfi?
Ég mundi engan veginn mæla með stærðfræði í MR fyrir hvern sem er því að kennslan hentar ekki öllum. Ég held hins vegar, m.v. það námsefni sem ég hef séð úr MR og öðrum skólum, að MR sé fremstur í flokki ef þú vilt læra sem mest.
Þetta er samspil milli þess að velja nemendur og kennsluaðferðir þannig að hvort tveggja henti hinu. Mér líkaði kennslan í MR en er t.a.m. ekki verið viss um að hún hefði hentað mér á grunnskólastigi.