Það verður að segjast alveg eins og er að það er fátt um spennandi viðureignir í þessu drætti. Aðeins ein viðureign er þarna í sérflokki en það er risaslagurinn milli FG og MR.
FG er með sterkt lið og nær óbreytt frá því í fyrra (Jakob Sindri út). Var það gífurlega óheppið að hafa ekki komist lengra í fyrra en FG lenti á móti sterku liði VÍ á sama stað í keppninni. Ég sé fram á að Stefán Snær verði stuðningsmaður og Unnur verði aftur frummælandi og því þurfa þau bara að finna sér frískan meðmælanda og þá ættu þeim allir vegir að vera færir.
Um MR, sigurlið síðasta árs, þarf vart að fjölyrða enda er MR alltaf líklegt til árangurs. Töluverð nýliðun hefur átt sér stað innan raða liðsins en einungis Jóhann Páll (sem af mörgum er talinn hafa verið rændur af titli RMÍ í fyrra) hefur flutt ræður áður fyrir liðið. Mér þótti gaman að sjá Ólaf Kjaran taka við stöðu meðmælandi á viðureigninni við Versló um daginn. Ólafur hefur mikla reynslu af svaraskrifum (enda fyrrum liðsstjóri) og því held ég að MR þurfi ekki að óttast “Með-pólinn” jafn mikið og þeir hafa gert undanfarin ár.
Býst ég einnig sterklega við því MR mæti með blóðbragðið í munninum eftir nauman ósigur gegn VÍ um daginn og mæta fílefld.
Ég þori samt ekki alveg að tippa á hvort liðið fer með sigur af hólmi. Síðast þegar FG og MR mættust vann FG (ef ég man rétt) en það hefur margt vatn runnið til sjávar síðan þá.
Að því gefnu að MR liðið verði óbreytt frá viðureigninni við VÍ þá held ég að niðurstaðan ráðist af því hvort Stefán Snær rísi upp í hlutverk stuðningsmanns og hvort hinn nýi meðmælandi FG verði sannfærandi (as in, andstæðan við gervilegur eins og oft vill verða með óreynda meðmælendur).
Vanda þarf dómaravalið enda eru eflaust fleiri dómarar sem hafa horn í síðu MR'inga en FG-liða.
En þetta er samt spáin mín:
32. liða úrslit
Tækniskólinn - FÁ
Hraðbraut - Borgó
ME - MK
MÍ - FS
Flensborg - MA
16. liða úrslit
Tækniskólinn/FÁ - Versló
FB - MÍ/FS
FSU - MS
Kvennó - FSN
MR - FG
ML - FVA
Hraðbraut/Borgó - MH
ME/MK - Flensborg/MA
Það er reyndar alltaf erfitt að spá fyrir um viðureignir “smærri” liðanna þannig að það kæmi mér ekki á óvart þó hluti af spánni yrði kolrangur.
Spútnik-lið ársins verður FVA eða FB. MS er einfaldlega ekki kandíat lengur enda 2 ár í röð í úrslitum.