Sorrý ég svara seint, en eins og ég sagði hér:
Finnur þverskurðarflatarmál slöngu með jöfnu fyrir flatarmál hrings (radíus í öðru sinnum pí) og notar hraðann til að sjá hve mikið rúmmál fer út um gat slöngunnar á mínútu (þarft að breyta 40 km/klst í 40.000/60 m/mín).
Hér á ég við að þú eigir að nota þverskurðarflatarmálið, F og hraðann, v, svona:
F*v = rúmmál út um slöngu á mínútu, þ.e. m^3 /mín, því F er flatarmálið í tvívídd, þ.e. fermetri, en hraðinn hefur eininguna m/mín.
Svo deilirðu þessu með þverskurðarflatarmáli ámu, m^2, og átt þá að fá hækkunina í m/s.
Ef þú passar upp á einingar í svona dæmum er oft auðveldara að sjá hvernig fá má rétt svar.