Ég nota (n choose k) sem rithátt fyrir nCk eða “n yfir k”, binomial coefficient eða hvað þú vilt kalla það.
Dæmi 1:
Eins og er sagt eru tvö tilfelli.
Fyrra tilfellið er að velja 3 ása og spaðaásinn er ekki þar á meðal.
Þá þarftu fyrst að fá 3 af 3 ásum, svo 6 af 12 spöðum (mátt ekki velja spaðaásinn) og loks 4 af hinum 33 spilunum sem ekki eru spaðar eða ásar.
Fjöldi möguleika er því (3 choose 3) * (12 choose 6) * (33 choose 4) = 37810080 (flett upp á wolfram-alpha)
Seinna tilfellið er að spaðaásinn sé meðal spilanna.
Þá þarftu að velja spaðaásinn, 2 af hinum 3 ásunum, 5 af hinum 12 spöðunum og 5 af hinum 33 spilunum:
Möguleikar: (1 choose 1)*(3 choose 2)*(12 choose 5)*(33 choose 5) = 563910336
Samtals fjöldi möguleika er 563910336 + 37810080 = 601720416
Nú er hægt að velja 13 spil af 52 á (52 choose 13) = 635013559600 vegu, svo að líkurnar á þessu eru um 0.095%
Dæmi 2: Fyrst er annaðhvort Jón eða Gunnar valinn, svo 9 af hinum 13 sem eftir eru.
(2 choose 1) * (13 choose 9) = 1430 vegu.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“