Í mörgum háskólum erlendis eru svona heimavistir, þar sem þú færð þitt eigið herbergi (og stundum baðherbergi) en deilir setustofu og eldhúsi með nokkrum öðrum.
Ein af svona heimavistum heitir Flogsta og er í Uppsala í Svíþjóð (ég held að Uppsala háskólinn sé svona “allskonar” háskóli). Hún er þekkt fyrir mikið félagslíf og að á hverju kvöldi kl. 10 fara fullt af fólki út í glugga og öskra (
http://en.wikipedia.org/wiki/Flogsta). Uppsala er ekta háskólabær og það er mjög skemmtileg stemming þar. T.d. eru nokkurskonar nemendafélög (Nations) við skólann sem reka kaffihús og skemmtistaði. Hinsvegar veit ég ekkert hvernig viðskipta- og hagfræðinám (og eitthvað í þeim dúr) er þar, ég veit bara að skólinn er mjög góður fyrir verkfræði og raungreinar.
Ef þú vilt finna nám í Svíþjóð er til samræmd síða fyrir allt nám þar:
https://www.studera.nu/Ég veit ekki hvort það er til eitthvað svipað fyrir Danmörku samt.
Svo get ég líka bent þér á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins: www.ask.hi.is, það er hægt að finna fullt af upplýsingum um hvernig á að finna skóla, sækja um og listi yfir styrki sem er hægt að sækja um :)