Myndi meta það mikils að fá hjálp við þessi dæmi:
1. Lóð sem vegur 0,5 kg er hengt neðan í gorm með kraftstuðul 55N/m.
a) Hve mikið lengist gormurinn? Þarf ekki hjálp með þetta.
b) Sami gormur og lóð eru látin sveiflast á láréttri sveiflu. Lóðið er fyrst togað 0,02 m frá jafnvægisstöðu og síðan sleppt þar. Hver verður hraði þess þegar það fer aftur framhjá jafnvægisstöðunni?
c) Hver verður hraði lóðsins í b) lið í fjarlægðinni 0,015 m frá jafnvægisstöðunni?
2. Merkúr fer einn hring um sólu á 88 dögum. Fjarlægð hans frá sólu er 6exp10 m. Hver er massi sólar samkvæmt þessum upplýsingum?
Takk :)