Enda er ég ekki að segja að það sé á einhvern hátt tæknilega rétt að Akranes sé fremst í stafrófinu af sveitarfélögum á Íslandi, heldur að svarið “Akranes” við spurningunni “Hvaða sveitarfélag er fremst í stafrófinu?” í akkúrat þessari keppni hafi verið tæknilega séð rétt svar, en ekki rétt staðreynd. Við erum ekki að ræða þá staðreynd að Akrahreppur er fyrir framan Akranes í stafrófinu, heldur svarið í keppninni sjálfri. Rætt um svar, en ekki staðreynd.
Annars eru þetta fáránlegar umræður um mál sem skiptir mig ekki nokkru minnsta máli. Ég svaraði upprunalega til að koma því að að þetta var ekki í fyrsta sinn sem Örn feilaði varðandi sveitarfélagstengda spurningu og kom svo síðar inná það að úrslitum verður ekki breytt eftirá, því það voru litlar sem engar líkur á að gefið hefði verið rétt fyrir annað svar en “Akranes” í keppninni sjálfri. Þráttfyrir það skiptir þetta mál mig engu máli og ef þú vilt halda það þá, ókei, ég er þroskaheftur og kann ekki með íslenska tungu né almenna rökhugsun að fara. Bara ef það losar mig frá því að ræða þetta frekar.