Góðan dag, ég var að velta því fyrir mér hvort einhver af ykkur gætuð hjálpa mér með smá tölfræði.
Dæmið er semsagt svona:
Í bekk með 30 nemendum eru 9 með húðflúr, 10 eru með göt af mannavöldum og 16 eru hvorki götóttir né húðflúraðir.
a) Valinn er nemandi af handahófi. Reiknaðu líkurnar að hann sé bæði með göt og húðflúr.
b) Valinn er húðflúraður nemandi af handahófi. Reiknaðu líkurnar á að hann sé ekki með göt.