FNV á Sauðárkróki er með heimavist, ég er þar og get alveg sagt að mér líði vel þar og ég mæli með því.
Sömuleiðis eru VMA (Akureyri), FVA (Akranesi), Framhskólinn á Laugum, Hólaskóli, VA (Fjarðabyggð) og FSu (Selfossi) t.d. með heimavistir.
Ég er að borga 13.000 kall ca á mánuði í húsaleigugjöld og svo er möguleiki að semja um húsaleigubætur. Ég er síðan að borga 135.000 fyrir 5 daga fullt fæði út önnina og 15.000 í þvottagjald. Allt í allt er þetta ekkert rosalega mikið, sérstaklega þar sem þú getur fengið jöfnunarstyrk frá LÍN við að sækja nám á heimavist sem er 100 og e-ð þúsund. (Ég er á fyrstu önn svo ég er ekki viss) og þá er ég að borga um 100.000 á önn sem er ekki mikið fyrir allt sem ég þarf (Húsnæði, mat og skóla), vissulega þarf maður stundum að redda sér mat um helgar þar sem mötuneytið er ekki opið um helgar. :)
FNV er með þeim ódýrari og töluvert mikið ódýrari en Vistin á AK. Er búinn að reikna út að ég hefði verið að borga um 30-40 þúsund í viðbót þar fyrir það sama. :)