Það er ekkert eitt rétt algilt svar sem á við fyrir alla.
Til að mynda þrífast sumir rosalega vel í áfangakerfi en illa í bekkjarkerfi og öfugt og sumir þrífast vel hvar sem er.
Þú ættir velta fyrir þér hvaða atriði skipta máli fyrir þig. Atriðið eins og t.a.m.:
- áfangakerfi eða bekkjakerfi,
- námsframboð
- námsgæði
- félagslíf
- Hve líklegt er að þú komist inn í skólann.
- hve líklegt er að þú munir þekkja marga/einhvern/engan í tilteknum skóla
- fjarlægð frá heimili og samgöngur til og frá skóla
- langar þig að búa í heimavist?
- hvað langar þig að læra í menntaskóla og hefurðu einhverjar hugmyndir um hvað þig langar að læra eftir menntaskóla? (það er mjög algengt að hafa ekki hugmynd um hvað mann langar að læra í framhaldi og það er í fínu lagi að pæla bara í því sem mann langar að læra í menntaskóla)
- Hvaða væntingar og langarninr hefurðu til skólans?
Siðan þarftu að forgangsraða þessum atriðum eftir því hvað þér finnst vera mikilvægt.