*Hvernig finnst ykkur keppnin hingað til? Bara fín, margar ágætiskeppnir hafa litið dagsins ljós.
Vonbrigði: Einu vonbrigðin fyrir mér er sú staðreynd að FG og Verzló hafi mæst svo snemma og að FG sé dottið út.
Spútnik lið:Ég hef ekki orðið var við lið sem ég myndi kalla spútnik lið. Lítið hefur verið um óvænt úrslit hingað til, en ég gæti trúað því að MS komi á óvart í 4-liða úrslitum.
Besti skólinn: Er að mínu mati Verzló. Hafa unnið bæði MR og FG örugglega, með 104 og 204 stigum. Mér finnst þeir líka hafa besta manninn í hverri stöðu, besta frummælandann, meðmælandann og stuðningsmanninn. Ég verð víst að taka það fram að ég er í Verzló áður en menn froðufella yfir skoðun minni.
Bestu ræðumenn: Stefán Óli í Verzló bestur, svo Jóhann Páll í MR.
Mér finnst hún hafa verið vel heppnuð meira og minna. Sumar keppnir hafa leiðinlegri en aðrar, þó ég vil meina að sterkustu liðin í ár séu MH og Verzló. Í Verzló eru ákveðnir aðillar sem eru sterkari en aðrir en í MH eru þau svo þétt og góð saman sem ein heild að þau eiga góðar líkur á að komast í úrslit og jafnvel sigra Verzló.
Þetta verður því MH-Verzló. Spái því að Verzló eignist ræðumann Íslands en að MH sigri útaf fyrir sig.
Elska spútnik lið og það eru aðeins tvö lið sem ég sé að geti sýnt fram á það, þar eru MÍ og Kvennó. Vona að þau leggji mikinn metnað í þetta. Annars vona ég innilega að Versló taki þetta, kominn tími til.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..