Það er mjög lítið til að útskýra. Fallið tekur tölu úr rauntalnamenginu og varpar henni í rauntalnamengið. Aðgerðin sem unnin er á tölunni í millitíðinni er tekin fram í skilgreiningunni, talan er sumsé þrefölduð og einn lagður við hana. Í yrðingunni í annarri línu er fallið látið varpa einum í rauntalnamengið, og niðurstöðu svo strax varpað aftur. Við fyrri vörpunina skilar fallið fjórum (einn þrefaldaður og einn lagður við) og niðurstaðan úr því, fjórir, varpað aftur með sama falli. Það skilar vissulega þrettán, sumsé þrisvar fjórir plús einn.